Sjúkdómurinn sem þú getur fengið af of miklu kynlífi
Og nei, það er ekki kynsjúkdómur.
Kannski ertu í glænýju sambandi, þú fórst í rómantíska ferð með þínum heitt elskaða eða kærastinn þinn var að koma heim eftir að hafa verið í burtu lengi.
Hver sem ástæðan er fyrir því að þú ætlar að eiga geggjaða helgi með þínum heitt elskaða og stunda mikið kynlíf þá getur fylgt því óheppilegur fylgikvilli, þvagfærasýking.
Ef þú ert ein af þeim sem fær þessa sýkingu oft, vittu til, þú ert ekki ein um það. Sérfræðingar hafa gefið þessu nafn : “honeymoon cystits”. Já, það hljómar voða sætt en þetta er ekkert grín.
Sérfræðingar komu með þetta nafn til að útskýra að það er mjög algengt að konur fái þvagfærasýkingar eftir kynlíf, og þá MIKIÐ kynlíf.
“Þvagrásin – rörið sem að byrjar að utan og nær upp í blöðru er við hliðina á leggöngum” segir kvensjúkdómalæknirinn Mary Jane Minkin M.D.
Þegar þú stundar kynlíf þá geta bakteríur frá leginu nuddast inní þvagrásina og þaðan ferðast þær upp í þvagblöðru. Og þegar þú stundar mikið kynlíf á stuttum tíma, þá ertu frekar móttækilegri fyrir þessari sýkingu.
Ein algeng kenning er sú að líkaminn þinn er ekki vanur þessum bakteríum sem þú ert berskjölduð fyrir, ef þú ert með nýjum bólfélaga, en Minkin segir að það sé samt ekki endilega ástæðan. Málið er, þetta eru vanalega þínar eigin bakteríur sem orsaka þvagfærasýkingu. Þetta er ekki nýja elskhuganum að kenna. Ástæðan er, þið stunduðuð kynlíf oftar en 3svar á einni nóttu.
En hvað er hægt að gera í þessu? Minkin styngur upp á að nota nóg af sleipiefnum til að koma í veg fyrir pirring í leggöngum sem gera líkur á sýkingu miklar. Pissaðu fyrir og eftir kynlíf, það hjálpar líka. Ef þetta er að gerast oft þá er mælt með trönuberja djús eða töflum reglulega.
“Trönuberin gera það að verkum að bakteríurnar tolla ekki við veggi þvagblöðrunnar” segir Minkin.
Þú getur líka fengið sýklalyf sem þú tekur í hvert sinn sem þú stundar kynlíf. Það kemur í veg fyrir þvagfærasýkingu og sveppasýkingu. Læknar geta skrifað út lítinn skammt af sýklalyfjum sem þú tækir daglega í nokkra mánuði til að sjá hvort það breyti bakteríuflórunni í leggöngum.
En ef þú ert endalaust að fá þvagfærasýkingar þá stingur Minkin upp á að þú farir í skoðun hjá þvagfærasérfræðingi. Hann mun athuga þvagrás og blöðru til að sjá hvort ekki allt sé eðlilegt.
Heimild: womenshealthmag.com