Fara í efni

Skapofsaköst barna

Flest ung börn taka skapofsaköst. Skapofsaköst þekkjast meðal annars af háum grátri/öskri, tárum, lítilli/engri stjórn á útlimum (barnið dettur eða leggst í gólfið og baðar út útlimum) og getuleysi til hlustunar og tjáningar með orðum.
Skapofsaköst barna

Flest ung börn taka skapofsaköst. Skapofsaköst þekkjast meðal annars af háum grátri/öskri, tárum, lítilli/engri stjórn á útlimum (barnið dettur eða leggst í gólfið og baðar út útlimum) og getuleysi til hlustunar og tjáningar með orðum.

Börn eiga það til að lemja frá sér, klóra eða klípa þegar foreldri reynir að nálgast barnið. Ýmislegt getur komið skapofsakasti af stað, til dæmis að fá ekki að fara út í sparískóm eða þegar þau eru sett í bílstól. Áætlað hefur verið að um 17% skapofsakasta verði vegna matar og máltíða, um 11% verði þegar börn eru fest í bíl- eða barnastól og önnur 11% þegar hreyfingar barnsins eru takmarkaðar þegar verið er að klæða þau í föt.

Hvers vegna taka börn skapofsaköst?
Skapofsaköst eru ekki frekja. Skapofsaköst verða þegar eitt eða fleiri af þrem viðvörunarkerfum gamla heila eru vakin. Viðvörunarkerfin þrjú eru heift, ótti og aðskilanaðarkvíði. Þegar eitthvert þessara kerfa vaknar streyma ákveðin hormón um heila barnsins (sér í lagi streitu hormónið kortisól). Heili ungra barna er ekki fullmótaður og í hann vantar mikinn fjölda tenginga á milli nýja og gamla heila. Þegar við sem fullorðið fólk upplifum heift, ótta eða aðskilnaðarkvíða getum við notað nýja heila okkar til að róa okkur niður. Það er að segja, ef við erum sjálf með góðar tengingar á milli nýja og gamla heila. Börn hafa ekki þessar tengingar og hafa því ekki líffræðilega getu til að stoppa skapofsaköst með góðu móti. Steituhormón verða til þess að það lokast fyrir flæði hormóna sem lætur börnunum líða vel (gerist líka hjá fullorðnum) en með aðstoð umönnunaraðila getur opnað fyrir flæðið aftur og dregið úr streituhormónum.

Viðbrögð foreldra
Skapofsaköst krefjast viðbragða foreldra. Foreldri þarf að mæta sársauka barnsins síns og veita því samkennd og skilning.
 
Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:

Smelltu HÉR til að lesa þessa grein til enda. 

Grein fengið af síðu faedingtilfimm.weebly.com