Sjúkdómar sem tengjast biti af völdum skógarmítla
Varðandi sjúkdóma sem tengjast biti af völdum skógarmítla þá vill sóttvarnalæknir upplýsa um eftirfarandi.
Skógarmítill
Varðandi sjúkdóma sem tengjast biti af völdum skógarmítla þá vill sóttvarnalæknir upplýsa um eftirfarandi.
Bit af völdum skógarmítla getur valdið aðallega tvenns konar sjúkdómum:
1) Lyme sjúkdómi sem orsakast af bakteríu (Borrelíu) og
2) Heilabólgu sem orsakast af veiru.
Hvorki Lyme sjúkdómur né heilabólga hafa verið staðfest hér á landi af völdum bits innanlands. Engin bóluefni eru til gegn Lyme sjúkdómi en bóluefni er til gegn heilabólgu (TBE).
Upplýsingar um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn biti af völdum skógarmítla og hvernig fjarlægja á skógarmítla af húð má finna hér á heimasíðu embættis landlæknis:
Borrelíósa - Lyme sjúkdómur (Skógarmítill)
Heimild: landlaeknir.is