Skokkhópur fyrir byrjendur á öllum aldri
ÍR skokk, einn af elstu hlaupahópum Íslands, stendur fyrir 12 vikna vönduðu byrjendanámskeiði fyrir alla sem vilja hlaupa í sumar. Námskeiðið hefst 19. maí en fræðslu- og kynningarfundur verður haldinn í ÍR heimilinu þann 15. maí.
Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í hlaupum og hafa engan eða lítinn bakgrunn. Markmiðið er að í lok námskeiðsins ættu flestir að geta hlaupið 5-8 km samfellt.
Æfingadagar verða sem hér segir:
Mánudagar: kl. 18 frá ÍR heimili
Miðvikudagar: kl. 18 frá ÍR heimili
Laugardagar: kl. 10 frá Breiðholtslaug
Innifalið í námskeiðinu er æfingaáætlanir í samræmi við getu en auk þess gefst þátttakendum kostur að sækja fyrirlestra um lífsstílsbreytingar, hlaupabúnað og næringu.
Allir sem skrá sig fá 15% afslátt af skóm í vefverslun Heilsutorgs
Námskeiðið kostar aðeins 12.000 kr