Skrýtnar og skemmtilegar staðreyndir um mannslíkamann
Líkaminn okkar er fullur af leyndardómum. Og það er ekki ofsögum sagt að hann er kraftaverk.
Hér fyrir neðan eru allskyns skrýtnar staðreyndir um mannslíkamann. Endilega kíkið!
1. Það er mögulegt að lifa án ótrúlega margra líffæra. Ef þú myndir missa magann, miltað, 75% af lifrinni, eitt nýra, eitt lunga og næstum öll líffæri úr mjaðmarsvæðinu og nára þá værir þú á lífi en auðvitað ekkert heilbrigður.
2. Á þínum líftíma þá mun líkaminn framleiða það mikið af munnvatni sem gæti fyllt tvær sundlaugar. Og vissir þú að ef að munnvatn nær ekki að leysa upp eitthvað þá finnur þú ekki bragð af því?
3. Stærsta fruma í líkamanum er eggið og það minnsta er sæðisfruman. Eggið er reyndar eina fruman sem að hægt er að sjá með berum augum.
4. Sterkasti vöðvinn í líkamanum er tungan og harðasta beinið er kjálkabeinið.
5. Fæturnir hafa 500.000 svitakirtla og geta framleitt eins og fulla bjórkönnu af svita á dag.
6. Líkaminn gefur frá sér nógu mikinn hita á 30 mínútum til að koma upp suðu á hálfu galloni af vatni.
7. Það er nógu mikið af járni í líkamanum til að búa til eitt stykki nagla.
8. Það hafa allir sína eigin líkamslykt fyrir utan tvíbura, þeir lykta nákvæmlega eins.
9. Börn eru fædd með 300 bein en þegar við erum fullorðin þá eru þau 206. Sum bein, eins og bein í höfuðkúpu renna saman við önnur bein og þannig fer talan úr 300 í 206.
10. Nefið á þér getur munað 50.000 mismunandi lyktir. En ef þú ert kona þá hefur þú betra lyktarskyn en karlmaður.
11. Hár á höfðinu lifir í þrjú til sjö ár að meðaltali. Daglega missir meðal manneskjan um 60 til 100 hár. En ekki hafa áhyggjur, þú þarft að missa ríflega 50% af hárinu svo einhver fari að taka eftir því.
12. Tennurnar eru eini parturinn af okkur sem getur ekki gert við sig sjálfur.
13. Augun eru alltaf sömu stærðar, allt frá fæðingu til dauða en nefið og eyrun hætta aldrei að stækka.
14. Um sextugs aldurinn munu 60% karlmanna og 40% kvenna hrjóta.
15. Við erum 1. Cm hærri á morgnana en á kvöldin.
16. Sú nögl sem vex hraðast er þessi á miðjufingri.
17. Hár í andliti vex hraðar en allt annað hár á líkamanum. Þetta á við bæði um konur og menn.
18. Fóstur er komið með fingraför eftir aðeins 3. Mánuði í bumbunni.
19. Um 32 milljónir baktería kalla kalla hvern cm af húðinni þinni heimili. En ekki hafa áhyggjur því flestar af þeim eru skaðlausar eða jafnvel hjálpsamar.
20. Þeim mun kaldara sem að svefnherbergið þitt er þeim mun meiri líkur eru á að þér eigi eftir að dreyma illa.
21. Þrjúhundruð milljón fruma deyja í líkamanum á hverri mínútu.
22. Manns höfuð er með meðvitund í um 15 til 20 sekúndur eftir að það hefur verið höggvið af.
23. Það tekur 17 vöðva til að brosa og 43 til að vera með fýlusvip.
24. Eyrun framleiða meira af merg þegar þú ert hræddur en þegar þér líður vel.
25. Mannshjartað getur skapað það mikinn þrýsting að það getur dælt blóði 30 fet upp í loftið.
Heimild: oddstuffmagazine.com