Skyndibiti fyrir þá sem eru með ofnæmi
Mikill fjöldi skyndibitastaða keppist um hylli viðskiptavina. Margir þeirra stíla inn á hollustu og heilnæmi matarins sem í boði er, sem er gott út af fyrir sig.
Hins vegar eru aðeins fáir staðir sem einnig gefa sig út fyrir það að veita þeim sem eru með ofnæmi og óþol öruggar upplýsingar um innihald í réttunum sem í boði eru.
Ginger, tiltekur hvort rétturinn inniheldur glúten, mjólkurafurðir, sojaafurðir, hnetur www.ginger.is
Saffran, veitir heildrænar upplýsingar um hvern rétt www.saffran.is
Subway, veitir heildrænar upplýsingar um hvern rétt www.subway.is
Allar ábendingar um fleiri staði sem veita aðgengilegar upplýsingar á vefsíðu sinni eru vel þegnar og sendist á frida@heilsutorg.com því það er sjálfsagt að Heilsutorg veki athygli á stöðum sem birta slíkar upplýsingar og bendi félagsmönnum sínum á þá því öll þurfum við að hafa val um það hvað við borðum og reyndar þá er skyndibitamarkaðurinn orðinn þannig að margt sem þar er boðið upp á er ljómandi hollur og næringarríkur matur á hóflegu verði.
Fríða Rún Þórðardóttir
Næringarfræðingur, næringarráðgjafi, íþróttanæringarfræðingur.