SMÁKÖKUSAMKEPPNI KORNAX
Árleg smákökusamkeppni Gestgjafans og KORNAX fer fram 20. október nk. Skilyrði er að í smákökunum sé bæði KORNAX hveiti og súkkulaði frá Nóa Siríus. Einnig má hver smákaka ekki vera stærri en 5 cm í þvermál. Verðlaunauppskriftirnar munu birtast í kökublaði Gestgjafans sem kemur út 7. nóvember. Vinnings smákakan verður einnig í boði á jólahlaðborði Argentínu.
Svona tekur þú þátt
Dæmt verður eftir bragði, áferð, lögun og lit og hvort sýnishorn séu einsleit og vel unnin. Senda skal u.þ.b. 15 smákökur í gegnsæju íláti, krukku eða plastpoka merktum með dulnefni. Rétt nafn, símanúmer og uppskrift skal látin fylgja með í lokuðu umslagi merktu sama dulnefni að utan. Hver þáttakandi má einungis senda eina kökutegund. Kökunum þarf að skila inn þann 20. október n.k. á milli 08:00 og 16:00 á skrifstofu KORNAX að Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík.
Vegleg verðlaun
1. verðlaun
Glæsileg KitchenAid hrærivél frá Einari Farestveit, KORNAX-hveiti í baksturinn, ársáskrift að Gestgjafanum, gjafakarfa frá Nóa Siríus, máltíð á Argentínu að verðmæti 30.000, gjafakort frá Krónunni að verðmæti 30.000 kr.
2. verðlaun
KORNAX-hveiti í baksturinn, ársáskrift að Gestgjafanum, gjafakarfa frá Nóa Siríus, gjafakort frá Krónunni að verðmæti 20.000 kr.
3. verðlaun
KORNAX-hveiti í baksturinn, ársáskrift að Gestgjafanum, gjafakarfa frá Nóa Siríus, gjafakort frá Krónunni að verðmæti 10.000 kr.