Snjallræði fyrir betri heilsu – sumt gæti þér samt þótt skrýtið
Þetta á víst að svínvirka.
Flestar aðferðir til að bæta heilsuna eru blátt áfram þessar: Að léttast, borða minna og hreyfa sig meira; auka orkuna, sofa meira, passa upp á vatnsdrykkjuna og fleira.
En svo eru aðrar aðferðir sem eru frekar skrýtnar en virka engu að síður.
Lestu áfram ef þú ert forvitin/n.
Skelltu í þig kaffibolla til að ná betri blundi
Í japanskri rannsókn þar sem verið var að athuga hvernig hægt væri að ná sem mestu út úr 20 mínútna blundi þá komust vísindamenn að því að ef þú fékkst þér 200mg af koffeini – c.a 1 til 2 bollar af kaffi fyrir blundinn þá varstu meira vakandi og afkastaðir meiru en þeir sem tóku bara þennan normal blund.
Ekki bursta tennur strax eftir máltíðir
Það á alls ekki að bursta tennur strax eftir máltíðir eða drykki, sérstaklega ekki ef drykkurinn var súr eða gosdrykkur. Þessir drykkir geta mýkt glerung tannanna og þar af leiðandi skemmt hann ef þú ferð að hamast á þeim með tannbursta strax eftir neyslu. Best er að bíða í 30 til 60 mínútur áður en þú burstar.
Til að passa í minni stærð af fötum skaltu þyngja þig
Við erum sko að tala um þyngd í vöðvum. Töku sem dæmi: Tvær konur eru 60 kg en aðeins önnur þeirra lyftir lóðum. Sú sem lyftir er miklu líklegri til að passa í minni stærð en hin. Skerðu niður kaloríurnar og bættu lóðum í æfingarprógrammið.
Til að borða minna, borðaðu þá meira
Að grípa í poka af snakki sem inniheldur 100 kaloríur eða box af kexi til að seðja smá hungur er mjög líklegt til að gera þig enn svangari fyrir vikið. Fáðu þér eitthvað staðgott að borða í staðinn. Að borða litla skammta af kolvetnum gerir ekkert annað en að hækka blóðsykurinn og vekur löngun í meira kolvetni. Fáðu þér próteinríkt snakk eins og t.d epli með osti.
Drekktu vatn þegar þú ert uppþanin/n
Þegar þér finnst þú vera uppþanin/n þá hljómar vatnsdrykkja frekar eins og að hella olíu á eldinn, en málið er að vatnið hjálpar. Ef þú ert sem dæmi á mataræði sem er ríkt af trefjum þá þarftu meira vatn. Einnig það að drekka vatn losar þig við uppþanin maga ef líkamanum skortir vatn.
Slepptu öllu sem heitir „diet“ gos ef þú vilt létta þig
Það á auðvitað að sleppa öllu gosi, segir sig sjálf. Rannsókn frá Johns Hopkins sýndi að þeir sem eru of þungir eða allt of feit/ir þyngdust meira ef drukkið var eitthvað sem stóð á „diet“ drykkur.
Farðu á æfingu þegar þú ert þreytt/ur
Eftir langan og strangan dag í vinnu er ekkert endilega efst á lista að hendast í ræktina. En drífðu þig samt af stað því æfingin mun gefa þér góða orku til að nýta það sem eftir er dags.
Viltu bæta sambandið þitt, eyðið minni tíma saman
Að eyða öllum frístundum saman án þess að geta fengið smá næðisstund getur verið slæmt fyrir mörg sambönd. Að eyða tíma ein eða einn er gott ráð til að fá næði með sínum hugsunum í stað þess að kannski snögg reiðast út af smámunum.
Heimild: health.com