Fara í efni

Sólríkur sunnudagur og falleg orð frá Guðna lífsráðgjafa

Sunnudags hugleiðing
Sunnudags hugleiðing

Ætli það hafi áhrif á sálina og hjartað hversu mikið við leggjum á okkur til að þurfa ekki að verja tíma í nánd við okkur sjálf? Ætli sálin og hjartað upplifi höfnun?

Af hverju viljum við okkur ekki, af hverju eigum við ekki í virku, djúpu og heitu ástarsambandi við okkur sjálf?

Við erum oft góð. Mjög oft auðsýnum viðvinum og vandamönnum tillitssemi, kærleika ogstuðning; erum hvetjandi í erfiðum aðstæðum og brosandi þegar eitthvað bjátar á.

Við horfum oft á slíkar aðstæður og hugsum með okkur: Núna þarf ég að vera til staðar fyrir mömmu og pabba.

Þau eiga erfitt og þurfa á styrk frá mér að halda, að ég sé til staðar, að ég styðji þau í gegnum erfiðleikana. Það er mitt hlutverk núna og ég geri það af því að ég elska þau og af því að ég get það.

Af hverju getum við þetta ekki gagnvart okkur sjálfum? Af hverju erum við grimmari við sjálf okkur í huganum en nokkra aðra manneskju í heiminum?