Fara í efni

Sönnun þess að fjallgöngur gera þig hamingjusamari og heilbrigðari

Þeir sem stunda fjallgöngur kannast við flugnabit, blöðrur og marbletti bara fyrir það að klára gönguna og njóta tíma úti í náttúrunni.
Sönnun þess að fjallgöngur gera þig hamingjusamari og heilbrigðari

Þeir sem stunda fjallgöngur kannast við flugnabit, blöðrur og marbletti bara fyrir það að klára gönguna og njóta tíma úti í náttúrunni.

En með fjallgöngum þar sem er jafnvel enn snjór á toppnum og útsýnið er afar fagurt yfir hafið kemur hellingur af andlegum og líkamlegum ávinningum.

Hér að neðan má lesa það sem þeir sem stunda fjallgöngur geta kennt okkur hinum hvernig má breyta um lífsstíl, vera hamingjusamari og heilbrigðari.

Fjallgöngugarpar eru skapandi

Gleymdu koffeininu. Ef þú ert að leita að orku fyrir heilann þá þarftu ekki að leita lengra en að næstu gönguleið upp á fjall.

Samkvæmt rannsóknum þá eykur sá tími sem þú eyðir úti við athygli þína og þú verður betri í að leysa vandamál sem snúa að sköpun um allt að 50%. Höfundur einnar rannsóknar benti einnig á að þessar niðurstöður hafi mikið að gera með það að þegar þú ert að eyða tíma úti í náttúrunni þá eru ekki í sambandi við símann eða sitjandi við tölvuna.

Göngugarpar eru í mjög góðu formi

Að skella sér út á gönguleiðina styrkir líkamann eins mikið og heilann. Einn klukkutími af fjallgöngu getur brennt rúmlega 500 kaloríum, en það fer allt eftir því hversu mikla þyngd þú ert að bera á bakinu.

Fjallganga er frábær leið til að fá virkilega góða hreyfingu án þess að leggja of mikið á liðina.

Og ef þú leggur á brattann þá ertu að brenna enn fleiri kaloríum. Og ekki er verra að það að arka á gönguleiðunum reglulega dregur úr blóðþrýstingi og kólestróli.

s

Fjallgöngugarpar eru hamingusamari

Rannsóknir hafa sýnt að arka á fjöllin virki sem auka-meðferð gegn þunglyndi. Þeir sem hafa fundið fyrir vonleysi, þunglyndi og jafnvel hugað að taka sitt eigið líf ættu að skella sér í fjallgöngu og það reglulega.

Fyrir þá sem eru ekki að berjast við þessa kvilla þá eru fjallgöngur samt afar góðar fyrir andlegu heilsuna. Að vera úti í náttúrunni í burtu frá borginni og hinu daglega lífi og svo ég tali nú ekki um fjarlægð frá  tækninnni getur gert það að verkum að fólk tengist betur við sitt innra sjálf og náttúruna og gerir þetta það að verkum að þú finnur fyrir frið og vellíðunartilfinningu.

g

Áhugasöm/samur í að taka upp fjallgöngur?

Ertu tilbúin/n í að heyra í mölinni undir fótunum og sjá heiminn ofanfrá ?

Sem betur fer þá er auðvelt að byrja að stunda fjallgöngur.

Við fengum nokkra sérfræðinga til að gefa bestu ráðin fyrir byrjendur.

Engan asa í byrjun

Að þurfa jafnvel að klofa yfir grjót og renna stundum í mölinni á gönguleiðum upp fjall getur verið mjög þreytandi. Ef þú ert byrjandi skaltu byrja á stuttri leið, fara jafnvel bara helminginn af þeirri leið sem þig langar, svo að komast á toppinn á þegar fram líða stundir. Það skiptir líka máli hvernig þú pakkar í bakpokann, passa að hann sé ekki of þungur en muna að hafa vatn eða orkudrykk og gott er að vera með blandaðar hnetur og jafnvel súkkulaði.

Ávallt að vera undir búin fyrir það versta

Auðvitað vonum við að það þurfi ekki að nota sjúkrakassann eða neyðarskýli en það verður að hafa þetta í huga samt. Það gæti nefnilega eitthvað farið úrskeiðið sem ekki var gert ráð fyrir. Vertu með sólarvörn í bakpokanum og einnig auka vatn og eitthvað að borða.

Reiknaðu með lengri tíma

Að fara í fjallgöngu getur tekið miklu lengri tíma en byrjandi gerir sér grein fyrir. Gerðu ráð fyrir lengri tíma en þú heldur að það taki þig að ná upp á topp. Þú getur gert ráð fyrir að fara um 1,2 km á klukkustund ef þú ert rétt að byrja.

Ekki líta fram hjá þínu næsta nágrenni

Þú þarft ekki að búa við fjallsrætur til að finna gott fjall til að ganga á. Í nágrenni við margar borgir og bæji eru fín fjöll til að byrja á. Mundu bara að æða ekki í hæsta fjallið ef þú ert að byrjandi.

Notaðu vina-kerfið

Tveir heilar eru betri en einn þannig að taktu með þér vin eða vinkonu þegar þú ferð í fjallgöngu. Helst einhvern sem þekkir leiðina og getur þá aðstoðað þig.

Fjallgangan er svo miklu betri en göngutækin í ræktinni, kveddu þau og njóttu útiverunnar og ferskaloftsins. Í kjölfarið ertu heilbrigðari, hamingjusamari og gætir lent í skemmtilegum ævintýrum.

Heimild: huffingtonpost.com