Veiðivötnin bjóða mér upp á kvöldmatinn.
Kvöldmaturinn.
Þetta verður ekki hollara .
Ég á svo duglega og frábæra nágranna sem fóru í veiðiferð :)
Urriði úr Veiðivötnum...spriklandi ferskur.
Urriðinn er baðaður upp úr sítrónu bæði nuddaður og baðaður
Síðan Saltverkið góða og pipar.
Örlítið af Tamara sósu yfir...
Graslaukur og Steinselja .
Eldaðu inn í ofni...ætlaði að grilla hann...en veðrið
Borðað með:
Avacado stöppu
Og svo er grænmeti í smá nammi sósu.
Sósan.
2 msk. Sýrður Rjómi
1 msk. Grísk jógúrt
1 tsk . Hunang
1 tsk ísl Rjómi ( má vera meira ef fólk vill...en ég nota meira af sítrónusafa...má líka sleppa rjóma)
vel af sítrónusafa
1 tsk. Sollu Tómatsósa
Hræra öllu vel saman.
Skera út í Rauða papriku
Gúrku ( sker smá innan úr svo sósan verði ekki of þunn)
Plómutómat.
Þetta er æði með svona fisk.
Nóg af sítrónu yfir allt og nýmulin Pipar :)