Stelpusmokkurinn
Þema mánaðarins eru getnaðarvarnir!
Hvað er því betra en á byrja á einhverju framandi?
Ég hef oft verið spurð útí stelpusmokkinn en svo best sem ég veit þá er hann ekki fáanlegur á Íslandi (endilega leiðréttið ef ég fer með rangt mál). Því er hann lítið sýnilegur og kannski enn minna fjallað um hann.
Hér að neðan er myndband sem sýnir hvernig nota skal stelpusmokkinn.
Safe Sex – How to Use a Female Condom – Funny bloopers are a click away
Í Ástralíu þá útdeila unglingamiðstöðvarnar pakka sem inniheldur stelpusmokk og strákasmokk, sleipiefni, upplýsingar um notkun og munnmakafilmu (oft kallað “dental dam”).
Nú hafa rannsóknir á getnaðarvarnanotkun sýnt að oftar en ekki snýst notkunin um „gleymsku“ (t.d. sökum áfengis) eða annar aðili þorir ekki að krefa hinn um notkun nokkura verja. Getnaðarvarnir, og þá sérstaklega og einna helst smokkurinn, þurfa að vera sýnilegri og þarf að kenna ungum krökkum að meðhöndla sem sjálfsagðan hlut og eðilegan þegar kemur að kynlífi.
Getnaðarvarnir eru á ábyrgð beggja aðila og eina verjan sem verndar gegn kynsjúkdómum og þungunum er smokkurinn.
Hvernig ætli það sé best að auka notkun hans?
Auðvitað væri frábært fyrsta skref ef hann væri ókeypis en það er ekki nóg.
Hann varnar litlu ef hann er geymdur í veskinu.
Allar hugmyndir eru vel þegnar!
Sigga Dögg
- styður smokkanotkun! -
Menntun: BA – Sálfræði við Háskóla Íslands, - MA – Kynfræði (sexology) við Curtin háskóla í Vestur Ástralíu
Vefsíða: Siggadogg.is og facebook síðan siggadogg.is Vefpóstur: sigga [hjá] siggadogg.is