Steven Lennon fótboltakappi gaf sér tíma í smá spjall
Í dag spilar Steven með Sandnes Ulf í Noregi.
"Ég flutti hingað í júlí eftir að liðið keypti mig frá Fram. Ég bý ekki hema um 5 mínútur frá miðbæ Stavanger en auðvitað er ekki hægt að líkja því saman við Reykjavík. Ég elskaði að búa á Íslandi, fólkið er svo vinalegt og allir tala fullkomna ensku. Og ekki má gleyma hversu fallegar íslenskar konur eru" sagði Steven.
"Ég átti tvö frábær ár með Fram og naut þess tíma afar vel. Ég vona að þegar ég hætti að spila sem atvinnumaður að þá geti ég komið aftur til Íslands, spilað fótbolta og notið þess að vera þar aftur".
1. Hvernig byrjar þú venjulegan dag og hvað er í morgunmat?
Ég rúlla út úr rúminu kl 7:45, borða 4 Weetabix og drekk prótein shake og keyri svo á æfingu.
2. Er eitthvað sem þú átt alltaf í ísskápnum?
Já, kjúklingabringur. Hellingur af kjúklingabringum.
3. Nefndu 3 hluti sem þú getur ekki verið án.
Iphone, gel í hárið og úrið mitt.
4. Finnst þér jólin skemmtilegur tími?
Ég elska jólin og hátíðirnar. Því þessi tími er frí fyrir mig því ég spila ekki fótbolta yfir hátíðirnar.
5. Hvaða liði ertu að spila með núna?
Sandnes Ulf sem er í Norsku úrvalsdeildinni.
6. Hversu oft æfir þú í viku og hvers konar æfingar ertu að gera ?
Ég fer í ræktina 5-6 sinnum í viku, lyfti mikið, "powerlifts", squats, deadlifts og æfingar fyrir boltann auðvitað. Og ekki má gleyma æfingum fyrir ströndina til að viðhalda mínu góða og hraustlega útliti.
7. Hvað borðar þú og fjölskyldan á jólunum ?
Venjulega er það kalkúnn en mamma eða pabbi eru dugleg að búa til allskyns rétti svo allir séu hamingjusamir. Þau eru vanalega með keppni um það hvort þeirra býr til betri jólamat.
8. Ef þú ættir ekki bíl, hvernig myndir þú fara á milli staða?
Ég myndi fíla að eiga Chopper en ég er ekki með mótorhjólapróf. Þannig að ég færi kannski á reiðhjóla chopper eins og hægt er að fá. Það væri æðislegt yfir sumartímann.
9. Kaffi eða Te ?
Ég er breskur!
10. Ef þú værir beðinn um að gefa eitt gott ráð til fjölda fólks, hvaða ráð væri það?
"Those who rush stumble and fall".