Óttinn sem orsakar stress hjá konum á miðjum aldri
Þegar konur eldast fara þær oft að hugsa um hvernig þeirra líkamlega og andlega heilsa muni verða með árunum.
Það eru þrjár aðalástæður sem að orsaka aukalegt stress hjá konum þegar þær verða fimmtugar. En góðu fréttirnar eru þær að þetta stress má minnka mikið og jafnvel útiloka með því að læra að þekkja staðreyndirnar og ef nauðsyn þykir að ræða þetta við lækni.
Hér fyrir neðan eru þrjár aðal ástæður þess að konur finna fyrir auknu stressi þegar þær ná miðjum aldri.
1. Hræðslan við að kynlífið verði ekki eins gott
Hræðslan varðandi kynlífið getur orsakað mikið stress og spennu fyrir, á meðan og eftir samfarir. Það að þekkja staðreyndir um kynlíf eftir fimmtugt getur létt mikið á þessu stressi.
Margar konur finna fyrir aukinni kynferðislegri orku þegar þær eldast. Ástæðan fyrir þessu getur verið sú að eftir breytingaskeiðið þá er hræðslan við að verða ófrísk horfin og kynlífið verður meira afslappað og þær njóta þess betur. Konur verða einnig meira sjálfsöruggar og ófeimnar við að óska eftir því sem að þær vilja í rúminu. Yngri konur eru oftar feimnar og óreyndar og jafnvel hafa ekki upplifað fullnægingu ennþá.
Stundum hefur dvínandi kynferðisleg löngun ekkert með aldur að gera. Heldur gæti ástæðan verið þunglyndi eða lyfjanotkun. Ef að konu finnst vera vandamál með löngun í kynlíf að þá er langbest að ræða við sérfræðing og reyna að fá lausn á málinu.
2. Hræðslan við að fitna
Þegar konur eldast þá hægir á brennslunni í líkamanum. Fitan virðist föst og vöðvar hverfa. Það er einfalt að leysa þetta mál. Konur geta haft stjórn á þessu stressi yfir því að þyngjast, með því að passa vel upp á mataræðið, innbyrða minna af kaloríum og hreyfa sig meira. Hraustlegir göngutúrar og styrktar æfingar koma hreyfingu á brennsluna og auka á vellíðan.
Það er mikilvægt að hafa stjórn á væntingum varðandi þyngdina því ef þú ert með miklar áhyggjur af henni, þá tekur stressið yfir og getur það leitt til enn meiri þyngdaraukningar.
Þessi tími lífsins er líka fullkominn til þess að vera sátt í eigin skinni – með öðrum orðum, fagnaðu mjúku línunum.
3. Hræðslan við að gleyma og hræðslan við Alzheimer sjúkdóminn
Að hræðast það að fara að gleyma orsakar ansi mikið stress hjá konum á miðjum aldri. Konur verða oft pirraðar og fá þráhyggju um að muna allt og þá sérstaklega eitthvað sem að skiptir í raun ekki máli. Ef ekki er tekið á þessari hræðslu getur hún orsakað þunglyndi og það sem meira er, minnisleysi, þó svo það séu engar sérstakar ástæður fyrir því.
Staðreyndin er sú að það gleyma allir einhverju og er það auðvitað alveg eðlilegt, hvort sem er hjá konum á miðjum aldri eða einhverjum öðrum. Eftir því sem að við eldumst að þá tekur það oft lengri tíma að muna eitthvað og það er svo sannarlega ekki merki um Alzheimer. Flest allar konur eru andlega færar og skarpar langt fram á gullnu árin.
Að vera með þessar ónauðsynlegu áhyggjur hringlandi í höfðinu orsakar stress og á því þurfum við ekki að halda. Vertu upplýst, ekki trúa öllu sem að þú heyrir og fáðu staðreyndirnar bæði frá lækni og með því að kynna þér þær sjálf.
Heimild: betterbeyondstress.com