Fara í efni

Súkkulaði hafragrautur með appelsínuberki – brjálæðislega góður á morgnana

Þessi hafragrautur er svo sannarlega öðruvísi. Hann er ekki stútfullur af súperfæði, en í honum er nú samt appelsínubörkur og ferskur kreistur appelsínusafi.
Súkkulaði hafragrautur með appelsínuberki – brjálæðislega góður á morgnana

Þessi hafragrautur er svo sannarlega öðruvísi.

Hann er ekki stútfullur af súperfæði, en í honum er nú samt appelsínubörkur og ferskur kreistur appelsínusafi.

Samblanda af súkkulaði og appelsínu gerir það að verkum að bragðlaukarnir dansa af gleði.

Uppskrift er fyrir 2.

Hráefni:

1 tsk af rifnum appelsínuberki

1 bolli af ferskum kreistum appelsínusafa – 2 appelsínur

1 bolli af möndlumjólk

1 bolli af höfrum

1 msk af maple sýrópi

1 tsk af vanillu dufti eða vanillu extract

2-3 msk af kakó dufti – cacao, muna að það sé hrá cacao

1 tsk af kanil

Á toppinn: ber, kiwi, heslihnetur, súkkulaðidropar, goji ber, hnetur, fræ eða bara nákvæmlega það sem þig langar í svo framanlega sem það er hollt.

Leiðbeiningar:

Setjið appelsínubörkin, safann og möndlumjólkina í meðal stóran pott og látið suðuna koma upp. Þegar suðan er næstum komin upp hrærið þá saman við höfrum og lækkið hitann og leyfið þessu að malla í um 10 mínútur eða þar til blandan er orðin mjúk. Það má bæta við mjólk eftir þörfum hvers og eins. Og passið að hafrarnir festist ekki við botninn.

Slökkvið nú á hitanum og bætið saman við maple sýrópinu, vanillu duftinu, kakóinu, kanil og blandið vel saman.

Smakkið til – það má bæta við kanil eða sýrópi.

Setjið í skál og toppið með berjum, hnetum eða því sem ykkur lystir svo framanlega sem það er hollt.

Njótið vel!