Súkkulaði klessukökur
Þegar uppskriftin af þessum kökum varð til þurfti að finna á hana nafn. Niðurstaðan var „monkey poop“.
Ég hef ákveðið að kalla þær súkkulaði klessukökur.
Og ég skal segja þér eitt, þær eru sjúklega góðar.
Hráefni:
2 þroskaðir bananar
1 bolli af hnetusmjöri eða möndlusmjöri
¼ bolli af ósætum kókósflögum
2 msk af hreinu maple sýrópi
Skvetta af vanillu
1 poki (10oz) af mjólkur og soja lausum súkkulaði flögum
Leiðbeiningar:
Setjið allt hráefni nema súkkulaðið í blandara eða matvinnsluvél og látið hrærast mjög vel saman.
Takið síðan skeið og hafið tilbúnað plötu með smjörpappír á og búið til litlar klessukökur á smjörpappírinn.
Frystið í um 30 til 40 mínútur, eða þar til kökur eru næginlega harðar til að meðhöndla.
Á meðan kökurnar eru í frystinum skaltu útbúa súkkulaðið.
Þú bræðir það yfir vatnsbaði og lætur kólna í um 15 mínútur.
Svo tekur þú hverja kökuna fyrir sig og dýfir í súkkulaði og hylur hana alla og setur aftur á smjörpappírinn.
Skellir þessu svo aftur í frystinn og lætur harðna.
Njótið~