Fara í efni

Súkkulaði­tertur með súkkulaðikremi

Þetta er svona spari súkkulaði trid
Þetta er svona spari súkkulaði trid
Botn:
100 g kókosmjöl
100 g möndlur
30 g lífrænt kakóduft
250 g döðlur, smátt saxaðar (ef notaðar harðar döðlur er gott að setja þær í bleyti í nokkrar mín. til að mýkja þær)
nokkur korn himalayasalt
Fylling:
2 dl kasjúhnetur lagðar í bleyti í 2 klst
1 dl furuhnetur eða makadamíuhnetur 
1½ dl agavesíróp
½–¾ dl kaldpressuð lífræn kókosolía, í fljótandi formi
3–4 msk lífrænt kakóduft
1 msk lucuma – hægt að nota afhýdd hampfræ
1 tsk vanilluduft bourbon
smá himalayasalt
 
Botninn: Allt sett í matvinnsluvélina, látið vélina ganga þar til döðlurnar hafa blandast vel inn í kókosmjölið og möndlurnar og allt klístrast saman. Þjappið deiginu í form, hægt er að nota eitt stórt hringlaga form eða mörg múffuform, t.d. silikonform. Sett inn í frysti á meðan fyllingin er búin til.

Fylling: Blandið saman hnetum, agave­sírópi og kókosolíu þar til allt er orðið silkimjúkt. Bætið þá restinni af uppskriftinni út í og blandið mjög vel saman. Hellið fyllingunni í botninn/botnana og látið inn í frysti.

Afbrigði fyrir fyllinguna: – nota eingöngu kasjúhnetur – nota döðlumauk eða hlynsíróp í staðinn fyrir agave – nota 1–2 banana í staðinn fyrir kókosolíu – bæta rifnu appelsínuhýði út í – setja nokkra mintudropa út í.