Fara í efni

Guðmundur Hafþórsson ætlar að synda í 10 klukkutíma á morgun laugardag

Sundið hefst kl 8:00 í sundlaug Garðabæjar og mun Guðmundur synda í einni beit í tvo tíma, eftir það tekur hann sér pásu á 55 mínútna fresti. Hann mun einungis fá 5 mínútur til að næra sig og fleira.
Guðmundur Hafþórsson sundkappi
Guðmundur Hafþórsson sundkappi

Sundið hefst kl 8:00 í sundlaug Garðabæjar og mun Guðmundur synda í einni beit í tvo tíma, eftir það tekur hann sér pásu á 55 mínútna fresti. Hann mun einungis fá 5 mínútur til að næra sig og fleira.

Hann mun ekki hætta að synda fyrr kl 18:00.

Ástæðan fyrir þessu sundi er sú að Guðmundur er að undirbúa sig fyrir stóra daginn, þann 27.júní n.k. en þá ætlar hann að synda í 24 klukkutíma. Sundið á morgun er það lengsta sem hann mun synda á undirbúningstímanum fyrir aðal sundið.

Fríða Rún næringafræðingur hjá Heilsutorg.is hefur verið honum innan handar varðandi mataræðið og setti hún upp matarplan fyrir hann vegna sundsins í sumar.

Sund þetta er til styrktar Lífi styrktarfélagi Kvennadeildar Landspítalans. Mun allur ágóði af sundinu renna til endurbóta á aðstöðu foreldra sem þurfa að dvelja langdvölum á Landspítalanum með barn á vökudeild eða á Sængurkvennagangi Kvennadeildar. En sjálfur hefur Guðmundur þurft að nýta sér aðstöðu vökudeildar Landspítala vegna veikrar dóttur sem fæddist núna í janúar.

Hægt er að fylgjas með undirbúningi sundsins á Facebook síðu 24.stunda sundsins HÉR.

það mun svo verða hægt að hitta á Guðmund eftir sundið á morgun um kl 18 og taka á honum stöðuna að 10 klukkutíma sundinu loknu.

Nánari upplýsingar:

Guðmundur Hafþórsson, sundkappi í síma 770 4107 og

Þórunn Hilda Jónasdóttir framkvæmdastjóri Lífs í síma 696 4600