Súper góð súpa.
"Súper súpa"
Ég finn yfirleitt það sem er til í ísskápnum og græja upp úr því .
1 Sæt Kartafla
10 Gulrætur
1 sellery stöngull
1/2 Rauður fræhreinsaður chilly
5 Hvítlauks geirar
Lúka af Kóriander
1 Rauðlaukur
2 kallo teningar
1msk. Kúmen
1 msk. Gott Karry
1 1/2 lítri vatn
1 lítil dós Kokosmjólk ( 160gr)
Salt og pipar ( nota gott salt)
Aðferð.
Skera kartöfluna og gulræturnar í bita og setja í sjóðandi salt vatn...bæta kúmeni ofan í og láta sjóða.
Á meðan skera allt hitt hráefnið smátt og steikja á pönnu með 1tsk. af olíu.
Bæta öllu ofan í pottinn og leifa sjóða .
Sjóðið allt þangað til vel mjúkt...en ekki mauksoðið samt.
Þá má mauka með töfrasprota eða setja í Blandarann.
Mauka alveg í spað .
Setja aftur í pottinn og leifa suðunni að koma upp.
Þá bæta kókosmjólkinni við og hræra vel.
Volla komið :)
Ég nota þessar súpur eina og sér. Eða bæti einhverju flottu ofan í þetta sinn átti ég Humar
og bætti svo fersku Kórander á toppinn .
Þetta er hollusta og rosalega góð súpa.
Má geyma í ísskáp i nokkra daga.