Súrsætur kjúklingur hollur og flottur .
Kvöldmaturinn.
Súrsætur kjúklingur þarf ekki að vera fullur af sykri :)
6 kjúklinga læri ( úrbeinuð)
3 Gulrætur
3 stiklar Vorlaukur
1 Rauð paprika
1 dolla af blönduðum ávöxtum frá Nature's Finest á Íslandi
1 dl. Sollu tómatsósa
1 dl. Sweet chilly sósa frá Lifandi markaði
1 tsk. grænmetiskraftur frá Sollu
salt og pipar
2dl. vatn
Aðferð.
Skera Gulræturnar í strimla og láta í pott með vatninu og sjóða í 3min.
Bæta við grænmetiskraftinum og hræra vel.
Bæta síðan sósunum og vökvanum af ávöxtunum út í og hræra vel og sjóða saman.
Leggja pottinn til hliðar.
Leggja kjúklinginn í eldfastmót og salt og pipar yfir.
Skera grænmetið í strimla og strá yfir.
Sósan yfir og inn í ofn.
Steikja eftir smekk.
En í lokinn síðustu 5 min bæta ávöxtunum út í .
Rosalega gott með Blómkálsgrjónum :)