Fara í efni

Svartbauna brownie úr sykuráskorun!

Ert þú að velta fyrir þér af hverju þú sækist í sykurinn?
Svartbauna brownie úr sykuráskorun!

Ert þú að velta fyrir þér af hverju þú sækist í sykurinn?

Ég hef fundið 3 mjög nákvæmar ástæður sem vert er að skoða til að vinna bug á sykurlönguninni, allar sem við krifjum í 14 daga “sátt og sykurlaus” áskoruninni sem byrjar 27 október!

Skráðu þig á 14 daga áskorunina hér og sjáðu sýnishorn úr uppskrift sem við vorum með í síðustu áskorun!

Ástæður fyrir því að líkami þinn kalli á sykur

  1. Ekki nægt prótein
  2. Ekki næg fita
  3. Ójafnvægi í vítamínum og næringu frá fæðu og bætiefnum (t.d frá magnesíum)

Ójafnvægi í lífi þínu, líkama, umhverfi og á matardisknum hefur áhrif á það hvort þú sækir í sykur eða upplifir fullnægju.

Einnig geta aðrar ástæður eins ekki næg vatnsinntaka verið orsökin, en ég hef tekið eftir því að það er mikilvægt að muna eftir hjá konum sem hafa verið í þjálfun hjá mér.

Þegar við erum vön vissu magni af sykri í kerfinu okkar sárþörfnumst við sykur þegar magnið er lágt

Svo þetta er það sem við getum gert!

Taktu sykur út úr líkamanum og skiptu á nærandi fæðu sem líkami þinn er raunverulega að þrá!

En hér er það erfiða við þetta

Sykurþörf tekur lengri tíma en 2 daga til að minnka. Áhrif sykurs mun taka að minnsta kosti 2 vikur til að yfirgefa kerfið.

Svo ég skora á þig að sleppa sykri með mér í 14 daga! við byrjum 27 október

Leyfðu mér að sýna þér hvernig þú getur tekið á sykurlöngun þinni með fæðu og réttri næringu! Við munum drekka græna drykki með náttúrulegri sætu, borða girnileg salöt og meira segja eftirrétti!

Hér er sýnishorn af einni girnilegri og góðri frá síðustu sykuráskorun 

Þessar eru mjúkar, sætar og ein af bestu “brownies” sem ég hef smakkað! Ekki bara það að þær séu stútfullar af trefjum, próteini, omega 3 og helling af góðri næringu, þá slá þær líka á sykurþörfina hjá þér!

Hollar, auðveldar og gómsætar, betri eftirrétt færðu ekki.

Svartbauna brownies 

1 dós svartar baunir (eða 1 3/4 bolli eldaðar) 

2 hörfræegg (2.5 teskeiðhörfræ + 6 teskeiðar vatn)

3 teskeiðar kókosolía (bráðnuð, krukka lögð í heitt vatn)

3/4 bollar lífrænt kakóduft

1/4 teskeið salt

1 teskeið vanilludropar

1/2 bolli hunang eða annað óskandi náttúrulegt sætuefni

1 1/2 teskeið vínsteinslyftiduft

Valhnetur til að toppa

  1. Hitið ofninn í 180 gráður
  2. Smurðu muffins form með olíu
  3. Útbúðu hörfræeggin með því að sameina hörfræ og vatn í matvinnsluvél. Settu vélina í gang nokkrum sinnum og leyfðu innihaldinu síðan að bíða í nokkrar mínútur. Bættu þá við eftirstandandi innihaldsefnunum og hrærðu saman í 3 mínútur. Þú villt hafa þetta frekar mjúkt og slétt. Ef þetta lítur út fyrir að vera of þykkt bættu þá við 1-2 msk af vatni og settu matvinnsluvélina aftur í gang. Þetta á ekki að vera þykkt en samt ekki þannig að þetta leki út um allt.
  4. Deildu þessu jafnt í muffins form og notaði skeið eða fingur til að ýta létt ofan á kökurnar.
    Valfrjálst: Stráið muldum valhnetum yfir og bakið í 20-26 mínútur eða þar til toppurinn eru þurr og brúnirnar byrjaðar að losna í burtu frá hliðunum.

 

Fjarlægið úr ofninum og látið kólna í 30 mínútur áður en þið fjarlægið af ofnplötu. Þær geta verið linar, svo fjarlægið varlega með gaffli. Þær eiga að vera mjög mjúkar, svo verið ekki áhyggjufull ef þær virðast of rakar – það er málið.

Mér finnst þessar bestar með glasi af möndlumjólk, en ekki hika við að setja ofan á þær fersk ber eða bæta við fleiri valhnetum!

Skráðu þig hér í 14 daga áskorunina  

En þangað til, bakaðu þessar brownies og segðu engum innihaldið. Ekki fyrr en þau smakka og grátbiðja þig um uppskriftina.

Mundu síðan að like-a og deila með vinum þínum á facebook ef greinin vakti athygli þína!

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi