Svartur lakkrís getur fengið hjartað til að hoppa
Ef hjarta þitt sleppir slagi í hvert skipti sem þú gerir sérlega vel við þig með svörtum lakkrís veit hjartað kannski eitthvað sem þú veist ekki.
Ef þú borðar of mikið af honum kemur hjarta þitt raunverulega til með að taka kipp, sleppa úr slagi eða tveim, já eða jafnvel mörgum.
Þó það gerist sjaldan getur svartur lakkrís valdið óreglulegum hjartslætti hjá sumum, segir matvæla-og lyfjaeftirlitið (FDA) í Bandaríkjunum. og umfram allt, þetta getur jafnvel valdið alvarlegum skaða.
Vandræðaefnið í svörtum lakkrís
„Svartur lakkrís inniheldur efnasamband sem kemur frá lakkrísrótinni og getur það valdið því að þéttni kalíums getur lækkað. Lægri kalíumgildi geta síðan valdið óeðlilegum hjartsláttartruflunum,“ segir næringarfræðingurinn Kate Patton frá forvarnarsviði hjarta og æðasjúkdóma hjá Cleveland Clinic í Ohio.
Sérfræðingarnir frá FDA segja að svartur lakkrís innihaldi samsett glycyrrhizin, sem er sætuefnasamband sem fengið er úr lakkrísrótinni. Efnasambandið getur valdið því að kalíum í líkamanum minnkar og Þegar þetta gerist upplifa sumir óeðlilegan hjartslátt.
Smelltu HÉR til að klára þessa áhugaverðu grein frá hjartalif.is