Svefninn – góð ráð til að tileinka sér
Ertu vakandi, veistu af þér, á lífi, og áhugasöm/samur?
Stökkstu fram úr í morgun til að byrja daginn?
Eða var það kaffið sem náði þér á lappir?
Svafstu yfirleitt vel?
Eru þínir morgnar raðir af verkefnum sem bjóða ekki upp á neina vellíðan, hvorki líkamlega eða andlega?
Góðan daginn elskur, við gætum verið komin með ansi góð ráð fyrir þig.
Fyrst þarf að komast að rót vandamálsins. Ef þú ert nú þegar búin að reyna ansi margt, eins og fjarlægja sjónvarp, tölvu og síma úr svefnherberginu, farin að fara fyrr að sofa, ert að taka á þessu almenna á andlegu og líkamlegu hliðinni og hefur barist kröftuglega við að sjá ávallt eitthvað jákvætt við að koma þér á fætur á morgnana – en ekkert gengur.
Rót vandamálsins býr mjög líklega í glænýrri morgunrútínu.
Kíktu yfir þessi 7 atriði hér að neðan, þau gætu hjálpað.
1. Áður en þú ferð að sofa þá skaltu núll stilla þig með tveggja mínútu þögn. Bara sitja og slaka á í algjörri þögn. Enginn sími, engin tölva, ekkert sjónvarp. Bara sitja í þögn í tvær mínútur.
2. Hugsaðu um líkamlegu þarfir þínar: Farðu í rúmið með þessa góðu tilfinningu um að þú sért full vellíðunar. Þó þú sért eflaust mjög þreytt og tilbúin að henda þér beint upp í, þá skaltu ekki gera það. Eyddu fimm mínútum í að fara í snögga sturtu, bursta tennur og bera á þig krem. Þannig ferð þú upp í rúm, full vellíðunar og þannig á það að vera öll kvöld.
3. Hugsaðu um daginn þinn: Þú þarft ekkert að taka langan tíma í að hugsa um það sem dagurinn þinn hafði yfir að búa. Það er nóg að hugsa um það hvernig dagurinn fór. Ef eitthvað stendur upp úr – eitthvað sem þú hefðir getað gert betur, þá skaltu dvelja stutt við það og ákveða að gera betur á morgun. Þetta á alls ekki að orsaka kvíða, heldur á þetta að koma þér áhyggjulausri í rúmið, fulla af góðum hugsunum um það hversu góður morgundagurinn mun verða.
4. Sendu góðar hugsanir til einhvers sem þér líkar ekki við: Að vera í nöp við einhvern getur orsakað svefnleysi og einnig dregið úr löngun okkar að fara á fætur á morgnana. Í huganum eða upphátt þá skaltu óska þeim sem þér er í nöp við góða nótt og að hann/hún/þau eigi góðan næsta dag.
5. Farðu með bæn: Hvort sem þú trúir á guð eða ekki, eða þú kannski trúir á eitthvað annað, þá er mjög róandi að fara með bæn. Prufaðu það nokkur kvöld í röð og sjáðu hvað gerist.
6. Lestu eitthvað létt og jákvætt: Ekki festast að kvöldi til í spennusögu. Þegar þú ert komin upp í rúm þá er afar gott að hafa lesljós og létta og jákvæða bók. Lestu nokkrar blaðsíður sem eru hvetjandi og jákvæðar.
7. Svífðu svo inn í dásamlegan svefn.
Mundu að það tekur tíma að byrja á glænýrri rútínu, svo ekki gefast upp eftir fyrsta kvöldið.
Heimild: meaningfullife.com