Svona gerir þú háu hælana þægilega
Það er hellingur sem hægt er að gera og algjör óþarfi að kveljast í flottu hælunum eða hökta hálf haltrandi þegar líður á daginn.
Tala nú ekki um á þessum árstíma þegar maður fer að leyfa sér að vera berfættur í skónum og áður en maður veit af er allt vaðandi í blöðrum.
Svona gerir þú háu hælana þægilega
Í fyrsta lagi eru allir gelpúðarnir sem hægt er að fjárfesta í sem frábært er að nota bæði í botninn, hælinn og eins ofan á ristina þar sem margir skór skerast inn í holdið.
Svo er algengt að finna núning hér og þar eftir smástund í skónum sem án efa á eftir að valda blöðrum. Þá er sniðugt að vera með litla þykka plástra í veskinu sem hægt er að líma innan í skóna á réttum stöðum og „second skin“ sem fæst í apótekum sem þú límir beint á fótinn. Þar er best að líma um leið og þú finnur fyrir óþægindum því blöðrurnar eru fljótar að koma.
Leynitrixið
Við komust á snoðir um eitt lítið leynitrix sem er snilld fyrir þær sem verður illt í táberginu þegar þær eru í háum hælum. Verkur í tábergi er oft á tíðum tilkominn vegna taugar sem liggur milli þriðju og fjórðu táar (talið frá stóru) og veldur verkjum við þrýsting. Leynitrixið er að teipa saman þessar tvær t.d. með heftiplástri og verkurinn á ekki að gera vart við sig. Skrýtið en virkar.
Tékkið á videoinu hérna að ofan en í því er farið yfir helstu trixin til að gera hælana þægilegri.
Tengt efni:
- Fjögur ráð fyrir fína fætur
- HVAÐ MEÐ BETRI VETRARFÆTUR ?
- Máttur kalda vatnsins
- Karlmenn, þessi er fyrir ykkur. Góð ráð til að vera í topp formi eftir fertugt