Fara í efni

Sykurlaus Kransakaka

PALEO/Hráfæðis kransakaka
PALEO/Hráfæðis kransakaka

PALEO/Hráfæðis kransakaka

8 hringir

6 bollar Heilsu kókosmjöl

2 bollar Rowse hunang eða Shady hlynsýróp

1 msk Sonnentor vanilluduft

3 bollar Heilsu möndlumjöl

1 eggjahvíta (ef skal baka hana) má sleppa ef kakan skal þurrkast

1 bolli brætt íslenskt smjör ( eða kókosolía) ( smjörið heldur sér betur ef kakan þarf að standa á borði)

1 tsk Maldon salt

 (Auðvelt að breyta í hráfæðis útgáfu þá með kókosolíu og sleppa eggjahvítunni.)

 Bakað eða þurrkað fer eftir hvora útgáfuna þú gerir.

* Smjörið eða kókosolían er brædd.

* Öllu blandað saman í hrærivél.

* Sett i kransaköku mót eða föndrað og mótað á hefbundin kransaköku máta með höndunum.

* Fyrir hráfæðis útgáfuna, setjið í ofn og þurrkið á 50°C  með viskastykki i hurðini svo smá hiti hleypist út, þurrkast þannig í 8-12 tíma, eða þar til hringirnir er orðnir aðeins stökkir að utan.

* Paleo útgáfan þá er bakað við 170°C í  ca 7-10 min fylgjast með svo hringirnir verði ekki dökkir.

Glassúr til að skreyta með.

½  bollli Heilsu Kasjú hnetur

½  bolli Raw CC Kakósmjör

1 tsk Vanilludropar

1 msk Shady hlynsýróp

Allt sett saman í blandara og blandað þar til kremað.

Sprautað á með sprautupoka eða í spíss.

Ef þið viljið þá er gaman að skreyta kökuna með bræddu Vivani dökku súkkulaði. Skreytið með valhnetum eða því skrauti sem þið kjósið.

Uppskrifitina á að vera hægt að finna á öllum sölustöðum þurrvöru Heilsu.