Fara í efni

Sýrustig líkamans - Frá Guðna Lífsráðgjafa

Sýrustig líkamans - Frá Guðna Lífsráðgjafa

UM SÝRUSTIG LÍKAMANS

Sýrustigið er heilsu-jafnvægisskyn líkamans og það er mælt í pH-gildi frá 0–14. pH stendur fyrir „potential of hydrogen“ og lífsnauðsynlegt ph-gildi blóðsins er 7,35–7,45.

Sýrustigið er þannig mælikvarði súrefnisins í blóðinu. Breytingar á þessu gildi minnka súrefnismagnið og þar með í frumunum sjálfum.

Sá matur sem er almennt ekki mælt með í þessum skrifum inniheldur efni sem hækka sýrustig blóðsins verulega. Þegar manneskja innbyrðir óhliðhollan mat finnur líkaminn strax fyrir því og blóðið súrnar. Líkaminn verður að bregðast strax við þessu ástandi – ef blóðið súrnar mikið er voðinn vís.