Tagliatelle með laxi

Tagliatelle með laxi
Frábær pastaréttur með laxi. Skemmtileg tilbreyting á hinn hefðbundna pastarétt.
Hráefni:
300 g ferskt tagliatelli
50 g smjör
200 g lax, skorinn í fína bita
smá knippi steinselja
½ stk. sítróna, safinn
100 ml rjómi
maldon salt
pipar
50 g smjör
200 g lax, skorinn í fína bita
smá knippi steinselja
½ stk. sítróna, safinn
100 ml rjómi
maldon salt
pipar
Leiðbeiningar:
Gott er að nota ferskt pasta í þennan rétt. Léttsteikið lax í smjöri á pönnu. Sjóðið tagliatelle í miklu söltu vatni. Setjið sítrónusafa og 4 msk. af pastavatninu á pönnuna ásamt rjóma. Sigtið pastað vel og setjið í sósuna. Kryddið með salti og pipar, stráið steinselju yfir og berið strax fram.
