Takið þátt í Yoga hátíð á Alþjóðlegum degi Yoga í Hörpu þann 21. júní 2015
Sendiráð Indlands á Íslandi, Jógakennarafélag Íslands og Harpa ráðstefnu og tónlistarhús standa sameiginlega að því að halda hátíð í tilefni af fyrsta Alþjóðlega degi Yoga, sunnudaginn 21. júní 2015.
Sendiráð Indlands á Íslandi, Jógakennarafélag Íslands og Harpa ráðstefnu og tónlistarhús standa sameiginlega að því að halda hátíð í tilefni af fyrsta Alþjóðlega degi Yoga, sunnudaginn 21. júní 2015.
Hátíðin fer fram á torginu fyrir framan Hörpu, - en ef veðurskilyrði verða óhagstæð verður hátíðin færð inn á fyrstu hæð Hörpunnar. Hátíðin mun standa yfir frá kl. 10.00-13.00.
Hátíðin hefst með stuttri kynningu á sögu Yoga og mismunandi tegundum af jóga. Gestum og gangandi er boðið að taka þátt í stórum jógatímum, eða horfa á. Gestir eru hvattir til að mæta með sínar eigin jógadýnur á staðinn, sem er þó ekki nauðsynlegt.
Sameinuðu Þjóðirnar hafa lýst því yfir að 21. júní verði héðan í frá Alþjóðlegur jógadagur.
Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og eitthvað á boðstólnum fyrir alla fjölskyldumeðlimi.
Allir eru boðnir velkomnir á fyrstu Alþjóðlegu Yoga hátíðina!
Endilega kíkið a facebook viðburðin HÉR.