Fara í efni

Teriyaki kjúklingur með hvítlauksnúðlum

Þetta er rétturinn sem svo góður að hann er WOW
Það segja allir WOW þegar þeir prófa
Það segja allir WOW þegar þeir prófa

Þetta er rétturinn sem svo góður að hann er WOW

Rettur fyrir 4.

Innihald
Teriyaki kjúklingur:600 gr. kjúklingur (beinlaus)
400 gr. grænmeti smátt skorið (ferskt eða frosið)
1 stk. Blue Dragon Teriyaki sósa (330 ml)
4 skammtar Blue Dragon eggjanúðlur (200 gr.)
2 stk. hvítlauksgeirar
1 stk. kúrbítur

Aðferð
Skerið kjúklinginn í ca 1,5 x 1,5 cm bita. Hitið upp smá olíu á pönnu og steikið kjúklinginn ásamt grænmetinu í nokkrar mínútur. Setjið Blue Dragon Teriyaki sósuna út í og látið malla á lágum hita í ca. 20 mínútur. Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Skerið hvítlaukinn niður í smáa bita og kúrbítinn í þunnarenninga. Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn og kúrbítinn í nokkrar mínútur á háum hita. Bætið núðlunum saman við og kryddið með örlitlu salti. Setjið síðan á disk ásamt kjúklingnum og berið fram.