Teriyaki kjúklingur með hvítlauksnúðlum
Þetta er rétturinn sem svo góður að hann er WOW
Rettur fyrir 4.
Innihald
Teriyaki kjúklingur:600 gr. kjúklingur (beinlaus)
400 gr. grænmeti smátt skorið (ferskt eða frosið)
1 stk. Blue Dragon Teriyaki sósa (330 ml)
4 skammtar Blue Dragon eggjanúðlur (200 gr.)
2 stk. hvítlauksgeirar
1 stk. kúrbítur
Aðferð
Skerið kjúklinginn í ca 1,5 x 1,5 cm bita. Hitið upp smá olíu á pönnu og steikið kjúklinginn ásamt grænmetinu í nokkrar mínútur. Setjið Blue Dragon Teriyaki sósuna út í og látið malla á lágum hita í ca. 20 mínútur. Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Skerið hvítlaukinn niður í smáa bita og kúrbítinn í þunnarenninga. Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn og kúrbítinn í nokkrar mínútur á háum hita. Bætið núðlunum saman við og kryddið með örlitlu salti. Setjið síðan á disk ásamt kjúklingnum og berið fram.