Fara í efni

Það er nauðsynlegt að bólusetja börnin okkar - en ekki eru allir sammála

Bólusetningar á börnum og bólusetningar gegn inflúensu hafa verið tilefni mikilla umræðna jafnt á kaffistofum vinnustaða sem og á samfélagsmiðlum og er mörgum heitt í hamsi þegar kemur að þessu málefni. Sitt sýnist hverjum og skiptist hópurinn í tvær staðfastar fylkingar, með og á móti.
Það er nauðsynlegt að bólusetja börnin okkar - en ekki eru allir sammála

Bólusetningar á börnum og bólusetningar gegn inflúensu hafa verið tilefni mikilla umræðna jafnt á kaffistofum vinnustaða sem og á samfélagsmiðlum og er mörgum heitt í hamsi þegar kemur að þessu málefni. Sitt sýnist hverjum og skiptist hópurinn í tvær staðfastar fylkingar, með og á móti.

Margir úr heilbrigðisstéttum hafa lýst miklum áhyggjum yfir því þegar foreldrar láta ekki bólusetja börnin sín. Á móti því tala svo þeir sem meðal annars kenna bólusetningum á börnum um ýmis heilsufarsleg vandamál sem upp hafa komið til að mynda einhverfu sem ekki hefur verið sannað með rannsóknum.

Heilsutorg hefur fjallað um bólusetningar á börnum meðal annars HÉR, sem fékk gríðarlega mikla lesningu en hún náði til yfir 19.800 lesenda. Einnig er vísað í efni um bólusetningar frá Embætti Landlæknis en leiðbeiningar embættisins styðjast við alþjóðlegar leiðbeiningar vegna þess að bólusetningar eru ekki vandamál einnar þjóðar heldur heims samfélagsins í heild sinni. Ástæðan er sú að ef upp kemur faraldur getur verið erfitt að hemja útbreiðslu hans ef sífellt fleiri einstaklingar hafa ekki mótefnið sem til þarf. Í þessu samhengi má nefna mislinga en fjallað er um þá til dæmis HÉR.

Að hausti er að jafnaði boðið upp á bólusetningar fyrir fullorðna og er markhópurinn eldir borgarar og einstaklingar með astma og undirliggjandi sjúkdóma til að mynda í öndunarfærum. Slíkar bólusetningar hafa það að markmiði að stemma stigu við inflúensu sem jafnan stingur sér niður þegar líður á haustið en með bólusetningum má draga úr líkum á inflúensu sem nemur 70-90% samanber ÞESSA grein.

Starfsmenn heilbrigðisstofnana eru hvattir til að láta bólusetja sig og á það við til dæmis um Landspítalann en boðið er upp á bólusetningar fyrir starfsfólk á flestum starfsstöðvum spítalans endurgjaldslaust. Heilsugæslustöðvar bjóða einnig upp á bólusetningar gegn inflúensu samhliða öðrum bólusetningum til dæmis fyrir ferðamenn.

Heilsutorg hefur að undanförnu kannaði viðhorf lesenda sinna gagnvart bólusetningum barna. Niðurstaðan er sú að 96% finnst bólusetningar barna eigi rétt á sér en 4% eru mótfallin slíkum bólusetningum, nokkuð afgerandi skoðun þar. Nærri 230 manns svöruðu könnuninni. Það var áhugavert að sjá að í kjölfar umfjöllunar í Ríkisútvarpinu um mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum og Kanada að svörun við áðurnefndri könnun. Lesa má grein um nýjasta mislingafaraldurinn HÉR og einnig HÉR

Hjá okkur er nú í gangi könnun þar sem afstaða fólks gagnvart bólusetningum gegn inflúensu er skoðuð. Bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að; almennt er fólk ekki að láta bólusetja sig eða helmingur svarenda. 14% láta bólusetja sig sum ár en 32% alltaf. 4% eru á móti slíkum bólusetningum.

Fríða Rún Þórðardóttir

Næringarfræðingur