Það sem allir ættu að vita um fitu : Læknir útskýrir
Fita hefur fengið á sig slæmt nafn. Sumir segja að hún geri okkur feit, henni er kennt um hjartasjúkdóma og offitu. Aðrir segja að mettuð fita sé slæm en grænmetisolíur séu hins vegar góðar…svona væri hægt að telja upp lengi vel.
Sannleikurinn? Ekkert af því sem fólk heldur um fitu er satt.
Í nýrri bók, “Eat Fat, Get Thin”, er blandað saman nýjustu rannsóknum og áratuga sönnunargögnum við að vinna með sjúklingum til að sanna það sem hefur löngum verið vitað: Rétta fitan getur hjálpað þér að grennast, vera heilbrigð og hraust.
Það er margt hægt að segja um fitu, en núna skulum við snúa okkur að þessum átta staðreyndum um fitu.
1. Sykurinn gerir þig feita/n, ekki fitan
Að neyta mikils sykurs þýðir að frumur líkamans verða ekki varar við þegar insulin kallar. Líkaminn er að dæla út meira og meira af insúlíni til að draga úr öllum þessum sykri sem þú ert að neyta. Þú getur ekki brennt öllum þessum sykri. Á endanum þá geymir líkaminn hann sem fitu og byggir þar með upp mótvægi við insúlíni.
2. Fita í mataræði er flóknari en sykur
Það eru til um 257 nöfn á sykur og þrátt fyrir lítinn mun þá gerir allur þessi sykur það sama, hann skemmir út frá sér. Fita er flóknari. Við erum með mettaða fitu, einómettaða fitu, fjölómettaða fitu og transfitu, svo ekki sé nú minnst á undirflokkana er tengjast þessum fitutegundum. Sumar fitur eru afar góðar, aðrar eru hlutlausar og já svo eru það þessar slæmu.
3. Mataræði sem inniheldur lítið af fitu er oftast ekki gott fyrir hjartað
Þegar fólk borðar lítið af fitu þá borðar það í flestum tilvikum meira af sterkju eða sykri í staðinn. Þetta eykur kólestról í blóði og getur komið af stað hjartaáfalli.
4. Mettuð fita er ekki óvinurinn
Þegar farið var yfir allar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið um mettaða fitu þá fannst engin tenging milli mettaðrar fitu og hjartasjúkdóma. Þetta er nefnilega þannig að með alla fitu þá eru það gæði fitunnar sem er málið hér. Fita úr beikoni er t.d allt annað mál heldur en fita úr avókadó eða kókósolíu.
5. Ekki eru allar fitur jafn hollar
Má nefna transfitur og bólguvaldandi grænmetisfitur. Þessum tegundum af fitu ætti aldrei að neyta.
6. Það græða allir á Omega-3
Um 99% af bandaríkjamönnum skortir þessa fitu. Omega-3 er mjög mikilvæg fita fyrir líkamann og það á að neyta hennar daglega. Hana má finna í eggjum og einnig í fersksvatns fiski. Einnig er mjög gott að taka bætiefni í formi omega-3.
7. Að borða fitu getur skorið af þér kílóin
Heilbrigðir frumuveggir sem hafa verið byggðir upp á hollri fitu hafa meiri möguleika á að stjórna insulíni í líkamanum. Svo mundu eftir réttu fitunni.
8. Heilinn er um 60 % fita
Af þessum 60 % kemur stærsti hluturinn úr omega-3 fitu sem heitir docosahexaenoic sýra (DHA). Heilinn þarfnast þessarar fitu til að koma skilaboðum milli fruma. Einnig ef heilinn hefur næginlegt magn af omega-3 þá finnur þú fyrir meri hamingu, ert fljótari að læra nýja hluti og minnið í frábærum málum. Ef heila skortir omega-3 þá eru meiri líkur á þunglyndi, kvíða, geðröskunum og fleiru.
Reyndu að bæta fitu í mataræðið, helst í hverja máltíð. Rétta fitan bætir skapið, gerir húðina fallegri, ásamt hári og nöglum og ver þig gegn sykursýki 2, elliglöpum eins og Alzheimer, krabbameini og svo mörgu öðru.
Hvaða fitur eru svo bestar og hvar má finna þær?
Avókadó - best í heimi
Hnetur: Valhnetur, möndlur, pekanhnetur, macadamian
Fræ: Graskersfræ, sesamfræ og chia fræ
Feitur fiskur eins og sardínur, makríll, síld og villtur lax sem einnig er mjög ríkur af omega-3
Extra virgin ólífuolía
Extra virgin kókósmjör
Munið, þeim mun betri fitu sem þu ert að neyta þeim mun meira jákvætt gerir fitan fyrir líkamann.
Heimild: mindbodygreen.com