Þekkir þú einhvern með athyglisbrest? Þú þarft að vita þessi 14 atriði
Það er ekki alltaf auðvelt að vera í daglegum samskiptum við manneskju sem er með athyglisbrest. Þú veist oft ekki hvað þú átt að segja og hvernig einstaklingurinn bregst við þá stundina. Þú tiplar á tánum og stundum er ástandið í kringum hann/hana eins og að stíga inn á jarðsprengjusvæði.
Það getur verið erfitt að lesa í fólk sem er með athyglisbrest og hvar þú hefur það hverju sinni. Þau eru ofurnæm á allar breytingar í umhverfi sínu sem hefur áhrif á daglegt líf. Sitt eigið og ástvina sinna.
Sönn ást er skilyrðislaus, en að vera í sambandi með persónu sem er með athyglisbrest getur reynt á. Hvort sem það er maki, barn eða góður vinur.
Þess vegna er mikilvægt að skilja hvað einstaklingurinn upplifir svo þú verðir skilningsríkari og berir meiri virðingu fyrir tilfinningaflækjum og öðru sem hrjáir viðkomandi í daglegu lífi. Eftirfarandi atriði eiga við um þá sem eru með athyglisbrest:
1. Þau hafa frjóan huga
Þar sem hugurinn er ör og hugsanir eiga því til að kæfa hvor aðra áður en þær verða fullmótaðar þarf fólk með athyglisbrest að læra að stjórna þeim. Einstaklingurinn getur átt mjög erfitt með að sía burtu truflanir. Þetta getur reynst mörgum þung byrði í daglegu lífi.
2. Þau hlusta á þig.. En samt ekki...
Manneskja með athyglisbrest horfir á þig, heyrir hvað þú segir, sér varirnar hreyfast en eftir nokkrar setningar er hugurinn farinn á flug. Þú talar við hann/hana en sá sem er með athyglisbrest er löngu farinn að hugsa um eitthvað allt annað en það sem þú ert að segja.
Hún gæti til dæmis verið að spá í því af hverju önnur augabrúnin á þér er öðruvísi. Hvað hún ætlar að hafa í kvöldmatinn og svo framvegis..
3. Hugurinn fer á flug
Fólk sem er með athyglisbrest er mjög lunkið við að gera eitthvað allt annað en það sem það á að vera að gera þá stundina. Óflokkaðar hugsanir fara á flug og allt annað en þetta ákveðna verkefni verður forgangsatriði.
Það mætti líkja huga einstaklings með athyglisbrest við völundarhús þar sem viðkomandi leitar eftir útgönguleið en villist fram og tilbaka á leiðinni.
Facebook, aðrir samfélagsmiðlar og tölvuleikir eru sérstakir vinir fólks með athyglisbrest. Með því að vafra um veraldarvefinn eða sökkva sér í krefjandi tölvuleik þar sem mikið er um að vera getur einstaklingur með athyglisbrest dottið úr sambandi umhverfi sitt.
4. Kvíði
Þeir eru með athyglisbrest verða oft mjög kvíðin yfir aðstæðum sem aðrir taka varla eftir í daglegu lífi.
Til dæmis hræðast þessir einstaklingar oft að hitta fólk þar sem það gerir sér grein fyrir því að þau hlaupa úr einu í annað, í samskiptum og eiga erfitt með að hlusta á hvað hinn aðilinn hefur að segja.
5. Verða gagntekin í ákveðnum aðstæðum
Ef eitthvað atriði veldur manneskju með athyglisbrest áhyggjum þá verður viðkomandi oft gagntekin af vandamálinu. Viðkomandi getur ekki einbeitt sér að neinu öðru á meðan, þar með talið vinnu, samræðum og öðrum félagslegum aðstæðum.
6. Hvatvísi
Bregst við og aðhefst án umhugsunar. Til dæmis segir fólk með athyglisbrest oft allt sem því liggur á hjarta án þess að hugsa út í afleiðingarnar. Stundum eru þær ofsafengnar og illa rökstuddar. Fólk með athyglisbrest á mjög erfitt með að ritskoða sjálft sig áður en það segir orðin.
Þar af leiðandi fylgir gremja og erfið samskipti oft þessari greiningu og því nauðsynlegt fyrir aðstandendur að gera sér grein fyrir því að þetta er stórt partur þess að vera með athyglisbrest.
7. Sumir forðast félagslegar aðstæður
Fólki með athyglisbrest líður oft illa í aðstæðum þar sem það skynjar sjálft sig öðruvísi heldur en restina af hópnum. Einstaklingurinn er hræddur um að segja eitthvað óviðeigandi, kjánalegt eða bregðast illa við aðstæðum.
8. Þau hafa sterkt innsæi
Þeir sem eru með athyglisbrest eru með mjög sterkt innsæi. Þau sjá framhjá því sem flestir aðrir taka ekki eftir. Þetta er einn af kostum þess að vera með athyglisbrest. Þessi eiginleiki er ástæða þess að svo margir einstaklingar með þessa greiningu eru uppfinningamenn, listamenn, tónlistafólk og rithöfundar.
9. Að hugsa út fyrir rammann
Annar stórkostlegur eiginleiki fólks með athyglisbrest er sá, að vegna þess að þau hugsa öðruvísi, sjá þau oft lausnir við vandamálum sem aðrir sjá ekki.
10. Eru ofurnæm á umhverfi sitt
Fólk með athyglisbrest tekur eftir ýmsu sem við hin tökum ekki eftir. Þræðir í fötum geta farið í taugarnar á þeim, rúmið er óþægilegt af því að það er ekki akkúrat eins og hann/hún er vön.
11. Þau eru óskipulögð
Ruslahaugur undir rúmi eða inni í eldhúsi er þeirra skilgreining á því að taka til. Þeir sem eru með athyglisbrest taka yfirleitt ekki til í kring um sig fyrr en ruslið er farið að flæða. Þá fyrst verður viðkomandi pirraður á eigin drasli og tekur til.
Og þá kemur ráð til ástvina: Sýnum þeim skilning. Það getur verið erfitt fyrir fólk með athyglisbrest að halda hreinu í kring um sig vegna þess að hugur þeirra starfar ekki eins og okkar.
12. Þau forðast ákveðin verkefni og ofhugsa önnur
Að taka ákvarðanir og að klára verkefni innan ákveðins tímaramma er mjög erfitt fyrir þá sem eru með athyglisbrest. Það er af því að hugur þeirra sveimar áfram í leit að fleiri möguleikum og tækifærum. Það að velja eitthvað ákveðið getur því reynst þeim ofraun vegna
13. Þau geta ekki munað einföldustu atriði
Eitt af því sem háir fólk með athyglisbrest er minnið. Það týnir hlutum oftar en aðrir, gleymir að kaupa mjólk í Bónus (þegar það fer í Bónus til að kaupa mjólk) eða að hitta fólk á réttum tíma.
Þetta gerist því þau eru sjaldnast með hugann við það sem þau eru að gera þá stundina.
14. Þau eru ástríðufull
Tilfinningar, hugsanir, orð og snerting fara oft í einn hrærigraut í hugum þeirra sem eru með athyglisbrest.
Þessi eiginleiki getur verið dulin blessun. Þegar persóna með athyglisbrest tekur sér eitthvað fyrir stafni þá gerir hún það með heilum hug. Hann/hún leggur allt undir.
Þess vegna eru þau oft áköf, athugul og djúpt þenkjandi einstaklingar sem hafa margt fram að bjóða fram yfir aðra.