Þetta getur gerst í líkama þínum ef þú drekkur bara vatn í 30 daga
Líkaminn er háður vatni. Án vatns geta frumur, vefir og líffæri ekki starfað. Þetta er einmitt ein ástæða þess að sífellt er verið að hamra á því við fólk að það eigi að drekka nægilega mikið af vatni enda eru svo mörg heilsufarsleg atriði sem mæla með því.
En hvað gerist ef fólk drekkur bara vatn í 30 daga? Það er að segja lætur alla aðra drykki eiga sig í 30 daga, enga gosdrykki, safa, kaffi, áfengi eða annað. Hjá p4.no var nýlega birt yfirlit yfir hvaða áhrif þetta getur haft á líkama okkar.
Beinin styrkjast
Vatnið hefur þau áhrif að brjóskið virkar sem einhverskonar höggpúði þannig að liðirnir í líkamanum virka eðlilega.
Þú stendur þig betur
Heilinn bregst hraðar við ef líkaminn er ekki of þurr. Þetta er vegna súrefnisins og vatn er frábær uppspretta súrefnis. Einbeitingin eykst einnig mikið.
Brennslan eykst
Vísindamenn segja að heilbrigð brennsla eigi sér stað í líkamanum þegar við drekkum eins mikið vatn og við höfum þörf fyrir.
Það hægir á öldrun
Vatn hjálpar til við að halda húðinni ungri og ferskri og hægir á frumubreytingum.
Það getur minnkað fituhlutfallið
Þar sem vatn skolar eitur- og úrgangsefnum út úr líkamanum getur líkaminn eytt meiri tíma í að berja á magafitunni.
Ónæmiskerfið verður sterkara
Með því að drekka vatn starfa lifrin og nýrun eins og þau eiga að sér. Þessi líffæri brjóta niður eiturefni og salt úr blóði okkar. Þetta styrkir ónæmiskerfi líkamans.
Hjartað styrkist
Vatnsdrykkja dregur úr líkunum á að hjartasjúkdómar herji á fólk. Vatnið kemur í veg fyrir að blóðið verði þykkara og heldur blóðþrýstingnum á góðu róli. Niðurstöður rannsóknar, sem stóð yfir í 6 ár, sýna að þeir sem drekka meira en fimm vatnsglös á dag eru 40 prósent ólíklegri til að deyja af völdum hjartaáfalls. Þetta kemur fram í The American Journal of Epidemiology að sögn p4.no.