Þetta þekkja bara þeir sem ekki eru morgunhanar
Ef þú ert sú manngerð sem ert snillingur í að hunsa vekjaraklukkuna, jafnvel þegar hún hringir í sjötta sinn, þá skilur þú þetta alveg örugglega.
Þú þekkir örugglega fjölda fólks sem sprettur á fætur við fyrsta hanagal á morgnana og tekst á við daginn með bros á vör. En þú tilheyrir ekki þeim hópi.
Þú vilt frekar sofa lengi fram eftir morgni og leggur mikið á þig til þess. En suma morgna neyðist fólk bara til að fara snemma á fætur og það er ekki eitthvað sem þér hugnast. Hér á eftir er smá samantekt á nokkrum atriðum sem þeir morgunsvæfu kannast vel við.
1. Það skiptir engu máli hversu snemma þú ferð að sofa, þú getur bara ekki farið snemma á fætur. Morgnarnir verða alltaf morgnar fyrir þig, alveg óháð því hversu langur nætursvefninn var.
2. Hringing vekjaraklukku á morgnana jafnast á við hljóð dauðans. Þú hefur heyrt þetta pirrandi hljóð alltof oft og ert kominn með ofnæmi fyrir því. En á hinn bóginn verður hljóðið að vera óþolandi til að koma þér á fætur.
3. Þú snúsar endalaust – 10 sinnum er ekki mikið. Þú veist að vekjaraklukkan þín getur haldið áfram að hringja en þú gerir allt sem þú getur til að sofa í bara tvær mínútur í viðbót.
4. Þér finnst fólk, sem brosir til þín snemma á morgnana, vera klikkað. Yfir hverju er hægt að brosa svona snemma?
5. Kaffi er besti vinur þinn. Þú drekkur kaffi þegar þú vaknar, þegar þú hleypur á eftir strætó og um leið og þú mætir í vinnuna.
6. Mánudagar eru verri fyrir þig en alla aðra. Á meðan vinir þínir voru uppteknir alla helgina á allskonar samkomum, naust þú tímans uppi í rúmi. Þetta þýðir að þú átt sérstaklega erfitt með að komast í gang á mánudagsmorgni.
af vef pressan.is