Þjáning og tregði - Guðni með góða hugleiðingu í dag
Takk fyrir samskiptin!
Þjáning er tregða – skortur á tjáningu; skortur á samskiptum. Flæði er ekkert annað en samskipti – orka sem fær að njóta sín, vera hún sjálf, flæða fram, flæða aftur í áreynsluleysi og frelsi.
Samskipti eru orkuflæði, einfaldlega og ekkert meira. Öll okkar vandamál – streitan, sjúkdómarnir, stífnin, óttinn, ofbeldið – stafa af heftu orkuflæði; af orku sem hefur verið ráðstafað á forsendum skortsins í það viðnám sem við veljum að upplifa.
Orku sem hefur verið ráðstafað á þeim forsendum að við séum ekki nóg – að lífið sé ekki nóg!
Hver á heiðurinn af þeirri hugmynd?
Þú, ef þú viðheldur henni!