Fara í efni

Þjáningin - hugleiðing dagsins

Þjáningin - hugleiðing dagsins

HVERSU MIKLA ÞJÁNINGU ÞARFTU?

Reynslan hefur sýnt mér að fáir vakna til vitundar og öðlast kraft til að breyta lífi sínu án verulegs sársauka. Yfirleitt þarf hvata í formi áfalls til að fólk geti hugsað sér að breyta til og stíga inn í velsæld – við óttumst breytingar meira en nokkuð annað (líka jákvæðar breytingar).

Ástæðan er sú að það felast viss þægindi í þeim ferlum sem við erum vön, jafnvel þótt við veljum þau til að valda okkur sársauka. Stundum höfum við reynt að þvinga okkur út úr ferlunum, yfirleitt með ofbeldisfullum hætti og á forsendum skorts og ótta, en núna er staðan önnur: Núna er kærleikurinn með í för og við elskum okkur eins og við erum, núna og hérna.

Þegar þú ert tilbúinn þá verður hjartað magnað og styrkur þess aukinn. Það gerist þegar við veljum að hlusta á innsæi hjartans og mörkum því ferli og umgjörð sem einkennast af ljósi fremur en skorti.