Þjóðarátak gegn mergæxlum
Á næstu dögum fer í hönd ein umfangsmesta blóðskimunarrannsókn sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Öllum einstaklingum eldri en 40 ára (fæddum 1975 eða fyrr) búsettum á Íslandi, verður boðin þátttaka.
Tilgangur rannsóknarinnar er að meta mögulegan ávinning af því að skima fyrir forstigi mergæxlis. Metið verður hvort skimunin sé hagkvæm, hvaða áhrif vitneskja um forstig krabbameina hefur á lífsgæði einstaklinga og hvort unnt sé að lækna mergæxli með því að meðhöndla það fyrr en nú er gert um allan heim. Talið er að 4% fólks yfir fertugu sé með forstigið og að árlega þrói 1% þeirra með sér mergæxli.
Það er einfalt að taka þátt
Til að taka þátt þarftu einungis að veita samþykki. Næst þegar þú ferð í blóðprufu af einhverjum ástæðum munum við fá hluta af blóðsýninu til að skima fyrir forstigi mergæxlis. Þú þarft ekki að fara í sérstaka blóðprufu vegna rannsóknarinnar. Á www.blodskimun.is finnur þú allar frekari upplýsingar um rannsóknina, auk þess sem hún er vandlega útskýrð í bæklingi sem fylgir þátttökubeiðninni. Ein viðamesta vísindarannsókn Íslandssögunnar.
Til að kynna sér frekari upplýsingar um þetta málefni, smelltu þá HÉR.