Fara í efni

Þú kæri kúrbítur – hollur ert þú

Hann er nú pínu tengdur við sumarið en kúrbítur býður upp á ansi margt. Hann er dásamlegur með mat eða einn og sér.
Kúrbítur ætti að vera notaður miklu meira
Kúrbítur ætti að vera notaður miklu meira

Hann er nú pínu tengdur við sumarið en kúrbítur býður upp á ansi margt. Hann er dásamlegur með mat eða einn og sér.

Kúrbítur er líka fullur af hollustu.

Og hérna eru upptaldir nokkrir af kostum hans.

Ertu að grenna þig? Í einum bolla af kúrbít eru 36 kaloríur og 10% af ráðlögðum dagsskammti af trefjum. En eins og allir ættu að vita núna þá skipta trefjar miklu máli fyrir meltinguna.

Ef meltingin er í lagi þá er blóðsykurinn í lagi og þú átt síður í hættu á að borða yfir þig.

Vörn gegn krabbameini

Trefjar í mat stuðla að heilbrigðum og reglulegum hægðum. Kúrbítur er afar ríkur af trefjum sem geri hann mjög góðan fyrir ristilinn, kúrbítur heldur ristlinum hreinum. Einnig má finna A og C-vítamín, folate, og andoxunarefni í kúrbít.

Vinnur á bólgum

C og A-vítamín vinna ekki eingöngu sem öflugt andoxunarefni í líkamanum, þau eru einnig vörn gegn bólgum. Í kúrbít má líka finna kopar og saman vinna þessi vitamín og steinefni gegn bólgum í líkamanum, þau aðstoða og létta á með astmasjúklingum, styrkja beinin og létta á bólgum hjá þeim sem þjást af gigt.

Blóðþrýstingurinn

Í kúrbít eru einnig magnesíum og kalíum. Saman vinna þessi tvö efni að því að halda blóðþrýstingi lágum.

Heimild: healthdiaries.com