Þunglyndi eða depurð?
Stundum er erfitt að greina á milli þunlyndis og depurðar. Oft og mörgu sinnum lendir fólk í að halda að þunglyndið sé depurð og þar af leiðandi fær það ekki þá hjálp sem það nauðsynlega þarf á að halda.
Stundum heldur fólk að depurðin sé þunglyndi og þá er hætta á að fólk bregðist við á slæman hátt.
Munurinn á þunglyndi og depurð:
Depurð er eðlileg mennsk tilfinning. Við höfum öll upplifað depurð og munum upplifa hana aftur. Kveikjan að depurð geta verið erfiðleikar, særindi, vonleysi, reynsla og aðstæður svo eitthvað sé nefnt. Þegar kemur að depurð þá hverfur sársaukinn og maður jafnar sig.
Þunglyndi er óeðlileg tilfinning, geðveiki sem hefur áhrif á hugsunarhátt, tilfinningar, skynjun og hegðun. Þegar við erum þunglynd finnum við fyrir depurð gagnvart öllu. Kveikjan að þunglyndi þarf ekki endilega að vera aðstæður eða missir, þunglyndi getur komið upp á yfirborðið einfaldlega af því bara.
Þunglyndi litar alla þætti í lífi manns og gerir allt minna spennandi, minna forvitnilegt, minna nauðsynlegt, maður hættir að elska og finnst allt tilgangslaust. Þunglyndi tekur frá okkur allann drifkraft, orku og getuna í að gleðjast og finna fyrir spennu, ánægju og löngunina í að vera í kringum annað fólk. Þunglyndi veldur því einnig að maður verður óþolinmóður og á auðveldara með að skipta skapi og rjúka upp í reiði.
Fólk sem þjáist af þunglyndi fær gjarnan að heyra „Þetta er bara í hausnum á þér“ eða „Veldu að vera hamingjusöm/hamingjusamur“ eða eitthvað í þessum dúr. Athugasemdir sem þessar láta þunglyndissjúklingnum bara líða mikið verr og þar vil ég segja „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“.
Til þess að vera greindur með þunglyndi þarf viðkomandi að hafa allavega 5 þessara einkenna sem koma hér á eftir og einkennin verða að hafa varið í allavega tvær vikur.
-
Depurð eða pirringur flest alla daga.
-
Minnkaður áhugi á hlutum sem áður glöddu.
-
Þyngdaraukning eða þyngdartap.
-
Svefnleysi eða of mikill svefn. . . LESA MEIRA