Til hvers að spreða í rándýran vörur þegar við höfum Aloe Vera plöntuna okkur innan handar
Sagt er að aloe vera sé upprunin í Norður Afríku.
Fyrstu skjalfestu upplýsingar um notkun á aloe vera sem jurtameðal kemur frá egyptum til forna, nánar tiltekið frá papyruses þar sem finna má tólf mismunandi uppskriftir úr aloe.
Þessi þykka og safaríka planta hefur verið notuð út um allan heim, bæði sem borðskraut og til að lækna brunasár og sólbruna, einnig hefur hún verið notuð til að draga úr hrukkumyndun.
Það er auðvelt að rækta aloe vera. Eina sem þarf að gera er að vökva plöntuna stöku sinnum, bæta á áburði stöku sinnum og hafa hana þar sem hlýtt er.
Plantan er með afar þykk laufblöð sem eru full af geli sem auðvelt er að nálgast. Það þarf bara að skera niður laufblaðið og skafa gelið innan úr.
Nota má þetta gel í eftirfarandi:
Til að græða sár
Til að setja á brunasár og sólbruna og draga úr verkjum og kláða
Róar niður bólur, útbrot og önnur húðvandamál
Vinnur á móti kláða eftir pöddu bit
Vinnur gegn fýlapennslum og exemi
Gefur húðinni góðan raka
Dregur úr hrukkum
Má nota sem nárnæringu (getur komið í veg fyrir hárlos)
Má einnig nota í stað rakstursfroðu eða krems
Hvað gerir aloe vera fyrir heilsuna:
Kemur jafnvægi á blóðsykurinn
Kemur í veg fyrir meltingavandamál eins og hægðartregðu, uppþembu og róar magann niður
Bætir ónæmiskerfið
Eykur á framleiðslu hvítu blóðkornanna og heilbrigðu frumanna hjá krabbameinssjúklingum
Dregur úr brjóstsviða og meltingatruflunum
Passar upp á að munnurinn sé heilbrigður
Dregur úr bólgum hjá gigtarsjúklingum
Gagnlegu eiginleikar þessara plöntu eru stöðugt að aukast og einfalt er að leita að upplýsingum um það á netinu.
Finna má aloe vera safa í flestum verslunum sem selja heilsufæði.
Prufaðu að sleppa einhverju af því sem þú kaupir út í apóteki og notaðu aloe vera í staðinn.
Heimild: healthyfoodplace.com