TILBOÐ - ÆFINGAKERFI - frá Faglegri Fjarþjálfun
Nú næstu daga býð ég upp á tilboð til íþróttamanna sem vilja bæta þætti eins og hraða, snerpu og kraft. Það eru tvö æfingakerfi í boði og þú velur hvort þú tekur æfingakerfi 1 eða 2.
1. Æfingakerfi fyrir þá sem þurfa að vinna grunnvinnu sem er nausynleg fyrir sérhæfða hraða- og kraftþjálfun. Undirbúningsvinnnan er mjög mikilvæg til þess að árangur náist.
2. Æfingakerfi fyrir lengra komna sem hafa unnið góða grunnvinnu og búa yfir góðri reynslu í styrktarþjálfun. Þarna er farið beint í tæknilegar æfingar sem skila þér bætingum.
Allar æfingar eru útskýrðar með myndböndum og meðfylgjandi er upphitunaráætlun og ítarlegar leiðbeiningar sem hjálpa þér að fá sem mest út úr æfingakerfinu.
Verð: 9.900 kr.
Skráning hér í einkaskilaboðum eða á netfangið faglegfjarthjalfun@gmail.com
Vilhjálmur Steinarsson, þjálfari
Menntun:
Íþróttafræðingur B.Sc frá Háskólanum í Reykjavík
Námskeið:
- Uppbygging æfingakerfa-Lee Taft
- Ólympískar lyftingar-Lee Taft
- Stafræn þjálfun-Mike Boyle
- Afreksþjálfun íþróttamanna í Serbíu með núverandi styrktarþjálfara CSKA Moscow
- Strength & conditioning clinic í Pesaro á Ítalíu sumarið 2011. Á vegum styrktarþjálfara Toronto Raptors í NBA deildinni, Francesco Cuzzolin.
- Námskeið í mælingum (Súrefnisupptaka og mjólkursýruþröskuldur)
- Elixia TRX group training instructor.
- Running Biomechanics – Greg Lehman
- Running assessment and rehabilitation- Greg Lehman
Villi hefur stundað körfubolta síðan hann man eftir sér og spilað með þremur liðum í úrvalsdeild, Haukum, Keflavík og síðast hjá ÍR.
Villi starfaði sem styrktarþjálfari hjá úrvalsdeildarliði ÍR í körfubolta í tvö ár, áður en hann flutti út til Noregs.
Nú starfar Villi sem styrktarþjálfari fyrir íþróttamenn og hefur einnig yfirumsjón með styrktarþjálfun í framhaldsskóla sem ætlaður er íþróttafólki úr hinum ýmsu íþróttagreinum. Einnig vinnur hann náið með sjúkraþjálfurum á stöð sem heitir Stavanger Idrettsklinikk (www.stavangeridrettsklinikk.no)
Ásamt því að einkaþjálfa, þá fær Villi til sín íþróttafólk úr öllum áttum í nákvæmar greiningar og mælingar (Vo2 max, mjólkursýruþröskulds mælingar, o.fl) þar sem hann hjálpar þeim að bæta frammistöðu og skipuleggja þjálfun.