Tíu atriði sem gera lífið svo miklu, miklu betra
Hamingjan er ekki eitthvað sem bara gerist. Að vera hamingjusamur er nokkuð sem við getum tileinkað okkur.
Eins og með flest annað í lífinu þá kemur hún ekkert til okkar á silfurfati.
Þetta er vinna
Ólíkt því sem margir halda þá krefst það vinnu að vera hamingjusamur og það þarf stöðugt að hafa gætur á hugsunum sínum og viðhorfi.
Þess vegna er hamingjan val og eflaust eitt það skynsamlegasta sem þú getur valið í þessu lífi. Enda benda nýjustu rannsóknir til þess að hamingjusamt fólk sé 35% ólíklegra en aðrir til að látast fyrir aldur fram.
Hér eru tíu mikilvæg atriði sem þú ættir að hafa í huga viljir þú virkilega vera hamingjusamur
1. Ekki festast í fortíðinni
Öll eigum við okkar fortíð – og hún getur verið full af vonbrigðum, mistökum, særindum og óuppfylltum væntingum. Allt þetta er hluti af okkar sögu og okkar lífi en það er algjör óþarfi að láta fortíðina stjórna framtíðinni og núinu.
Lærðu að meta það sem þú hefur núna og gerðu það besta úr aðstæðunum og láttu núið vera það sem skiptir máli.
2. Ekki einblína á það sem þér finnst vanta í líf þitt – horðu frekar á það sem þú hefur
Vertu þakklát/ur fyrir það sem þú hefur því hamingan snýst ekki um að eiga allt það sem þig langar til. Það má endalaust velta sér upp úr því sem manni finnst vanta en það getur líka skemmt fyrir því að þú kunnir að meta allt það sem þú hefur. Að vera þakklát/ur setur hlutina í samhengi og gerir þig um leið jákvæðari í lífinu.
3. Ekki vera of harður og gagnrýninn gagnvart sjálfum þér
Sýndu sjálfri/sjálfum þér þolinmæði og vægð því þú ert eflaust að gera . . . LESA MEIRA