Tómatar og þeirra töfrar
Tómatar! Þeir eru sætir, safaríkir og ofsalega bragðgóðir.
Það vita allir að tómatar eru hollir og góðir fyrir okkur. Er það ekki annars? Vita allir hvers vegna tómatar eru svona hollir? Er það kannski afþví þeir innihalda C-vítamín? Þeir eru afar lágir í kaloríum? Þeir eru fitulausir?.... Já, já og já, en það er sko ekki allt!
Tékkum á tómötum, þeir koma sko á óvart.
Í tómötum má finna A, C og K- vítamín, folate og kalíum. Tómatar eru náttúrulega lágir í sódíum, fitu og kaloríum. Þeir innihalda einnig thiamin, niacin, B6-vítamín, magnesíum, phosphorus og kopar, allt er þetta afar gott fyrir heilsuna.
Og til að toppa þessa upptalningu að þá eru um 2 gr af trefjum í tómötum, en það er um 7% af ráðlögðum dagsskammti.
Að borða nóg af ávöxtum og grænmeti, einnig tómata er góð vörn gegn háum blóðþrýstingi, passar upp á kólestrolið, góð vörn gegn hjartasjúkdómum og fleira.
Já, einn tómatur er svo sannarlega pakkaður að öflugum næringarefnum, en bíðið við, það er meira.
Tómatar eru góðir fyrir húðina. Þeir eru nefnilega einnig troðfullir af Beta-carotene sem má einnig finna í gulrótum og sætum kartöflum. En Beta-carotene ver húðina gegn skemmdum sem sólin getur valdið. Lycopene er enn annað efni sem tómatar búa yfir og það efni hjálpar húðinni að vera minna viðkvæm gagnvart UV geislum sólarinnar, en það er þeim að kenna að við fáum þessar fínu línur á andlitið og hrukkur.
Tómatar styrkja beinin. K-vítamínið og kalkið sjá til þess. Einnig er lycopene efni sem hefur sýnt að það styrkir beinmassann sem er afar gott fyrir þá sem gætu átt á hættu að fá beinþynningu.
Tómatar eru náttúruleg vörn gegn krabbameini. Enn og aftur er það lycopene að þakka. En það efni dregur verulega úr áhættunni á að fá krabbamein eins og ristil, legháls, krabbamein í munni og hálsi, maga, og krabbamein á eggjastokka. Andoxunarefnin í tómötum ásamt A og C-vítamínum eru þarna að störfum.
Tómatar halda blóðsykri á réttu róli. Þeir eru ríkir í chromium sem er það efni er passar upp á að blóðsykurinn sé í lagi.
Tómatar geta hjálpað sjóninni. A-vítamínið sér til þess. Það styrkir sjónina og hjálpar til við nætur-blindu.
Nýlegar rannsóknir sýna það að borða tómata reglulega getur styrkt augun og sjónina umtalsvert.
Tómatar eru meira að segja góðir fyrir hárið. A-vítamínið aftur þar á ferð. A-vítamín hefur nefnilega þann kost að gera hárið sterkara og gefur því góðan glans. En því miður þá geta þeir ekki hjálpa til við hárlos hjá karlmönnum.
Tómatar geta komið í veg fyrir nýrnasteina og gallsteina. Sumar rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða tómatana sína án fræjanna eru mun minna líklegir til að fá nýrna og gallsteina.
Tómatar geta dregið úr stöðugum verkjum. Ef þú ert ein eða einn af þeim milljónum manns sem þurfa að eiga við stöðuga verki, verki eins og frá liðagigt eða bakverki að þá eru tómatar góð viðbót við mataræðið. Þeir eru háir í biofravonoids og varotenoids sem hafa þá eiginleika að virka bólgueyðandi.
Tómatar eru góðir ef þú ert að berjast við aukakíló. Ef þú ert í megrun á heilbrigðan hátt þá skaltu bæta tómötum í mataræðið og það mikið af þeim.
Tómatar er t.d frábær millibiti og þeir eru æðislegir í salöt, pottrétti, á samlokur og í aðrar máltíðir.
Afþví að tómatar innihalda mikið af vatni og trefjum að þá eru þeir það sem “weight watchers” kalla “filling food” eða matur sem að hægt er að borða sig saddan af án þess að vera að innbyrða kaloríur eða fitu.
Prufaðu þetta:
- bættu tómat sneiðum á samlokuna
- Saxaðu niður tómata og skelltu þeim saman við salatið
- Notaðu tómata í pastað þitt
- Drekktu tómatsafa eða grænmetissafa sem inniheldur tómata
Fáðu þér tómata í morgunverð, bættu þeim í eggin eða bara bíttu í hann og borðaðu eins og epli.
Ef þú ert að elda súpu, t.d ministrone eða grænmetis að þá má saxa niður tómata og bæta út í.
Bættu tómötum ofan á bakaðar kartöflur, þeir eru líka ljúffengir með kartöflustöppu.
Það má nota tómata með næstum öllum mat og eftir þennan fróðleik þá vona ég að fólk grípi poka af tómötum með sér heim úr búðinni.
Heimildir: beliefnet.com