Tomine Kleivset (91): „Maður kemst svo langt á brosinu„
Hin 91 árs gamla Tomine Kleivset hefur slegið í gegn á Facebook á undanförnum tveimur sólarhringum. Sú gamla veitti norskum blaðamönnum örviðtal sem hefur vakið gífurleg viðbrögð; ríflega 20.000 notendur hafa líkað við færsluna sem hefur verið deilt u.þ.b. 5.500 sinnum.
Það tók ekki nema 2 daga fyrir hina 91 árs gömlu Tomine Kleivset frá Søgne í suður Noregi, að verða fræg á Facebook. Tekið var við hana stutt viðtal af talsmönnum Bilde av verden og vísdómsorð hennar fóru á flug. Á innan við tveimur dögum hafa yfir 20.000 notendur líkað við færsluna á Facebook, en orðum hennar hefur verið deilt yfir 5500 sinnum og rúmlega 460 athugasemdir hafa verið skráðar við færsluna, þar sem hún fékk góðar móttökur.
En vísdómsorð Tomine segja margt og setja lífið í annað samhengi fyrir okkur hin sem erum vön þægindum nútímans. Hér má lesa í íslenskri þýðingu, hvað gamla konan hefur að segja um lífshamingjuna ~ en að neðan má lesa færsluna í heild sinni á frummálinu.
Tomine Kleivset // Bilde av verden
Ég sé að það þarf meira til, til að verða hamingjusamur og ánægður í dag. Ég held að unga fólkið sé sérstaklega kröfuhart. Áður fyrr fólst hamingjan í því þegar faðirinn kom inn með fullt fangið af eldivið á kvöldin svo við gætum haft það notalegt í hlýjunni við ofninn. Í dag gleyma margir að njóta þeirra hversdagslegu gleðigjafa.
„Hvers vegna heldur þú að það sé mikið um þunglyndi í dag?“
Lífið virðist erfitt í mótlætinu þegar maður getur ekki viðurkennt að lífið er ekki alltaf dísætt. Áður fyrr vissum við að lífið væri ekki sársaukalaust. Í dag á lífið að vera svo glansandi að maður geti ekki sagt að maður eigi slæman dag. Við lifum við góðar aðstæður í dag, en það þýðir ekki að lífið verði ávallt fullkomið.
„Finnur þú stundum fyrir depurð?“
Að sjálfsögðu. Endrum og sinnum eru hugsanir minar þungar, til dæmis þegar líkaminn er ekki alveg heilbrigður eða er ég heyri sorglegar fréttir. En þá syng ég bara, það léttir alltaf lundina.
„Hver er þín uppskrift að hamingju, Tomine?“
Það er að gleðja aðra, þá færðu gleði á móti.
„Hvernig ferðu að því?“
Það er nú auðvelt! Maður kemst svo langt á brosinu!
-Hanne Hellvik
Hér má svo lesa sjálfa færsluna á frummálinu en HÉR má skoða Facebook síðu Bilde av verden:
Bilde av verden