Tröllatrefjar og rauð hrísgrjón
Á veitingastaðnum Nings er hægt að fá sér rétt sem þeir hafa nefnt Tröllatrefjar.
Í Tröllatrefjum eru íslenskt bygg, heilir hafrar og rauð hrísgrjón.
Þessi rauðu hrísgrjón sem á ensku eru kölluð "red yeast rice" eru þau trefja- og næringaríkustu hrísgrjón sem vaxa á jörðinni og einnig eru þau blóðsykurlækkandi.
Þessi réttur er einnig tilvalin fyrir þá sem hafa of hátt kólestról. En of hátt Kólestról í blóði gerir það að verkum að æðar þrengjast og líkur á blóðtappa eða hjartaáfalli aukast til muna.
Rauð hrísgrjón eru sögð lækka Kólestrólið í blóðinu og lækka blóðþrýsting.
Í Kína hafa þessi hrísgrjón verið á boðstólum í yfir 1000 ár. Þar er sagt að rauðu grjónin séu afar góð fyrir blóðrásina, meltinguna og að þau séu stemmandi ef um magakveisur er að ræða.
Viljir þú fá nánari upplýsingar um Rauð hrísgrjón þá eru þær HÉR.