Trönuber og þeirra töfrar

Trönuber eru lítil sæt rauð ber sem eru ræktuð í vatnsfenjum á kaldari svæðum heimsins. Má þar nefna Kanada, norðurhluta Norður-Ameríku og Evrópu.
Þau geta verið aðeins bitur/súr á bragðið en þau eru hlaðin andoxunarefnum og mörgum nauðsynlegum næringarefnum.
Flest Trönuber (Cranberries) eru unnin í matvæli, eins og djús, sósur, sultur og þau eru líka þurrkuð.
En, sem betur fer má líka kaupa þau fersk.
Fyrir heilsuna er gott að borða Trönuber. Þau eru góð í meðferð við þvagfærasýkingum og blöðrubólgu, þau geta komið í veg fyrir að krabbameinsfrumur í brjóstum margfaldist, þau hjálpa til við að lækka kólestról, þau geta komið í veg fyrir nýrnasteina, hjálpað þér að missa nokkur kíló og allt þetta gera þau með því að hreinsa út eiturefni sem safnast í líkamanum og styrkja í leiðinni ónæmiskerfi okkar.
Trönuber eru yndislegur ávöxtur. Prufaðu að bæta þeim í salatið, út á hafragrautinn eða morgunkornið. Nú eða bara borða þau ein og sér.