Fara í efni

Una Stef söngkona og lagasmiður svarar nokkrum laufléttum

Una Stef er 22ja ára söngkona og lagasmiður frá Reykjavík. Nýlega gaf hún út sitt fyrsta lag "Breathe" sem hefur fengið mikla spilun í útvarpi hér á landi sem og utan. Hún er núna að vinna að sinni fyrstu plötu sem mun innihalda lög og texta eftir hana sjálfa.
Una Stef
Una Stef

Una Stef er 22ja ára söngkona og lagasmiður frá Reykjavík. Nýlega gaf hún út sitt fyrsta lag "Breathe" sem hefur fengið mikla spilun í útvarpi hér á landi sem og utan. Hún er núna að vinna að sinni fyrstu plötu sem mun innihalda lög og texta eftir hana sjálfa.

Platan er væntanleg í mars/apríl á komandi ári.

Hvernig byrjar þú hefðbundin dag og hvað er í morgunmat ?

Dagurinn minn byrjar á hæfilega löngu "snoozi" sem leiðir svo til tannburstunar hálf vakandi. Hafragrauturinn er oftar en ekki morgunmaturinn og stórt vatnsglas með, þá er ég vöknuð og tilbúin í daginn.

Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?

Það er eiginlega alltaf til mozzarella í ísskápnum hjá mér, lífið væri bara svo grátt án mozzarella.

Nefndu mér þrjá hluti sem þú gætir ekki verið án?

Ég gæti ekki verið án tónlistar, kiwii og ástarinnar.

Ef þú vaknar extra úldin á morgnana hvað er þitt besta ráð til að ná ferskleikanum aftur ?

Einfaldasta leiðin til að græja úldleikann er stuttur labbitúr og sturta. Göngur og ferskt loft gera kraftaverk fyrir líf og sál.

Hvaða tónlist er í græjunum þínum þessa dagana ?

Ég er búin að vera hlusta mikið á Roy Hargrove Big Band plötuna "Emergence" sem er eðal bigband jazz. Svo er nýja Kelly Rowland platan eðal R&B en við erum miklar vinkonur enda er ég dyggur Destiny's Child aðdáandi.

Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?

Það fer allt eftir vikuplaninu en ég reyni að hreyfa mig amk. 3x í viku. Stundum er það meira, stundum minna. Fer allt eftir því hversu mikið er að gera.

En hvað ertu að æfa ?

Ég skokka og stunda yoga. Það er mjög ljúft kombó.

Hvernig ferð þú á milli staða? þá á ég við keyrandi, gangandi, hjólandi....

Strætó er mitt farartæki þessa dagana. Það þýðir að ég geng ansi mikið á milli staða og ef ég hef tíma þá reyni ég að ganga frekar en að taka strætó. Þegar ég er með hljóðfæri á mér þá keyri ég reyndar. Það er núll gaman að labba um í riginingu og roki með 25 kg. hljómborð!

Kaffi eða Te ?

Úff....Kaffi OG te!

Ef þú værir beðin um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það?

Að trúa á sjálfan sig. Sjálfstraust er algjört lykilatriði þegar kemur að hamingju og farsæld mannsins. Við erum nefnilega svo ótrúlegar verur og til alls líkleg. Að vera með lítið sjálfstraust er svo ótrúlega flókið, erfitt og óþarfi. Þess vegna myndi ég hvetja fólk til að finna sér leiðir til þess að bæta sjálfstraustið, það er stórt skref í áttinni að betri líðan og hamingju.