Fara í efni

Uppáhalds maturinn þinn þarf ekki endilega að hlaða á þig aukakílóum

Málið er nefnilega að sumt af því sem að við teljum vera fitandi getur hjálpað til við að losna við aukakílóin.
Hvað er fitandi og hvað ekki?
Hvað er fitandi og hvað ekki?

Málið er nefnilega að sumt af því sem að við teljum vera fitandi getur hjálpað til við að losna við aukakílóin.

Við köllum þetta “þæginda” mat og það er ástæða fyrir því. Oft fylgja honum góðar minningar, hann kitlar bragðlaukana skemmtilega og róar sálina. Mikið af þessum mat er djúpsteiktur og hulin osti, pakkaður af sykri og fleiru. En veistu, sumt af þessum mat getur í raun aðstoðað við að losna við nokkur kíló.

Hér eru dæmi um “þæginda” mat sem er ekki eins slæmur og við höldum.

Heitt kakó

Kakó er pakkað af andoxunarefnum sem draga úr cortisol stress hormónunum sem orsaka það að þú safnar á þig kviðfitu. En þetta segir Tara Gidus næringarráðgjafi.

Ein rannsókn við Cornell háskólann komst að þeirri niðurstöðu að andoxunarefnin í heitu kakó eru fimm sinnum betri en þau sem finnast í svörtu tei. Hin einstaka blanda í heitu kakói af kolvetnum og próteini hjálpa einnig vöðvunum að jafna sig eftir erfiða æfingu. Einnig er gott að bæta við kakóið smávegis af kanil.

Kjúklinga núðlusúpa

Fólk sem borðar glærar súpur, eins og grænmetissúpur fyrir máltíðir innbyrða færri kaloríur yfir heildina. Segir Rania Batayneh næringarráðgjafi og höfundur bókarinna The One One One Diet. Vatnið í súpunni fyllir magann og bara athöfnin við að borða súpu hægir á þér og þú borðar hægar fyrir vikið. Þær eru einnig fullar af próteini, vítamínum og trefjum.

Kaffi

Já gamla góða kaffið getur örvað meira en bara skapið. Kaffi örvar brennsluna og því má þakka góðum skammti af andoxunarefnum. Þessi efni örva líkamann til að brenna fitu og vinna úr henni orku.

Hafrar

Einn bolli af volgum hafragraut inniheldur 4 gr af trefjum og 6 gr af próteini. Hafragrauturinn fyllir magann vel og þú ert södd/saddur lengur.

Ristaðar gulrætur

Sem meðlæti eða borðaðar einar og sér að þá eru gulrætur einnig matur sem fyllir magann vel. Ristaðu þær til að ná betri brennslu. Ristaðar gulrætur innihalda þrisvar sinnum meira af andoxunarefnum en hráar gulrætur.

Rauðvín

Í viðbót við að vera gott fyrir hjartað, þá er rauðvín í hófi gott vopn gegn aukakílóum. Konur sem að drekka eitt til tvö glös á dag eru 30% minna líklegar til að bæta á sig aukakílóum.

Ristaðar kartöflur

Kartöflur eru almennt ekki taldar vera góðar ef þú ert að létta þig. En kartöflur eru fullar af næringarefnum. Svo kallaður hvítur matur inniheldur efni sem heitir allicin en þetta efni finnst einnig í hvítlauk. Kartöflur eru einnig góðar til að fylla magann og halda þér saddri lengur.

Heimild: health.com