Fara í efni

Upplifir þú langvarandi streitu

Hugsanir og viðhorf hafa áhrif á heilsufarið og það er varla hægt að lifa í nútíma samfélagi án þess að kunna að höndla streitu. Það er gott að þekkja ráð til að sporna við of mikilli og langvarandi spennu og vera vakandi fyrir því þegar streita eykst.
Stress og meira stress
Stress og meira stress

Hugsanir og viðhorf hafa áhrif á heilsufarið og það er varla hægt að lifa í nútíma samfélagi án þess að kunna að höndla streitu. Það er gott að þekkja ráð til að sporna við of mikilli og langvarandi spennu og vera vakandi fyrir því þegar streita eykst.

Hvers vegna þarf líkaminn að hafa streituviðbrögð? 

Þegar okkur er ógnað á einhvern hátt upplifum við streitu.  Frumur líkamans byrja að framleiða hormóna sem kallast adrenaline og nor-adrenaline.  Þessir hormónar hjálpa líkamanum að forða sér eða takast á við ógnunina með líkamlegum breytingum (skerpa athygli, hraðari hjartsláttur o.fl.). Ef streitan varir í lengri tíma getur stöðug framleiðsla þessara hormóna leitt til vanlíðunar.  Þegar okkur líður illa koma skapbreytingar og það hefur áhrif á hegðun okkar og samskiptahæfni.  Ef við greinum ekki hækkandi stig streitu, getum við ekki brugðist við þessu ástandi og viljastýrt mótviðbrögðum.  Langtíma streita getur leitt til aukins kvíða og jafnvel deyfðar eða  geðlægðar.

Lykilinn að lausn á streituvandamálum er að vera vakandi fyrir eigin líðan og staldra við í núinu. Nauðsynlegt er að þekkja einkennin hjá sjálfum sér og vita hvernig best er að bregðast við álaginu til að fyrirbyggja hátt streitustig og langvarandi streitu. Hér má finna 10 aðferðir til að vinna með streitu á heil.is.

Hér má sjá mjög athyglisvert myndband um hvernig stjórna má streitu: The Single Most Important Thing You Can Do For Your Stress

Heimild: heil.is