Fara í efni

ÚT AÐ BORÐA FYRIR BÖRNIN 2014

Fólk er hvatt til að fara út að borða með börnin, veitingastaðir fá fleiri gesti, börnin fá að gera eitthvað skemmtilegt með fullorðna fólkinu og Barnaheill fjármagna verkefni sín til verndar börnum gegn ofbeldi.
Út að borða með börnin
Út að borða með börnin

Laugardaginn 15. febrúar hófst fjáröflunarátakið Út að borða fyrir börnin í fjórða sinn og stendur yfir til 15. mars. Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa að átakinu í samvinnu við 22 veitingastaði sem gefa andvirði, eða hluta andvirðis, af völdum réttum.

Fólk er hvatt til að fara út að borða með börnin, veitingastaðir fá fleiri gesti, börnin fá að gera eitthvað skemmtilegt með fullorðna fólkinu og Barnaheill fjármagna verkefni sín til verndar börnum gegn ofbeldi. 

Átakið nýtur vaxandi vinsælda, en á síðasta ári tóku 16 veitingastaðir þátt. Nú eru þeir 22 talsins, þar af nokkrar keðjur sem starfa víða um land.

„Við erum afskaplega ánægð með þessa frábæru veitingastaði sem styðja mannréttindi barna með þessum hætti og hvetjum alla til að nýta tækifærið og gera börnunum, og sjálfum sér, glaðan dag um leið og stutt er við vernd barna gegn ofbeldi,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. „Með því að hvetja fjölskyldur til samveru auka þær lífsgæði sín, en rannsóknir sýna að reglulegar samverustundir hafa jákvæð áhrif og draga úr líkum á áhættuhegðun barna.“

Heilsutorg.is mælir með NINGS og Subway því þar er að finna mjög hollann og bragð góðan mat.

Hér má sjá þá staði sem taka þátt og með hvaða hætti:

Veitingastaðir sem taka þátt í átakinu út að borða með börnin 2014